- This event has passed.
Fundur í faghópi um innri endurskoðun fjármálafyrirtækja
1. desember, 2016-08:30 - 10:00
Fundur verður haldinn í faghópi um innri endurskoðun fjármálafyrirtækja 1. desember næstkomandi kl 8:30 í höfuðstöðvum Landsbankans að Austurstræti 11*. Áætlað er að fundinum ljúki um kl 10.
Fjallað verður um úttektir innri endurskoðunar bankans á upplýsingatækni. Helga Sigurjónsdóttir og Björn Snær Atlason sérfræðingar hjá innri endurskoðun Landsbankans kynna og svara spurningum.
Boðið verður uppá morgunhressingu.
Vinsamlegast tilkynnið þátttöku fyrir kl. 18:00 mánudaginn 28. nóvember nk.
Vonumst til að sjá sem flesta.
Bestu kveðjur,
Umsjónarmaður faghóps um innri endurskoðun fjármálafyrirtækja
*Gengið er inn um inngang í Austurstræti við hlið Laundromat, beint á móti ÁTVR.