- This event has passed.
Kaloríur í Bitcoin
10. mars, 2022-08:00 - 10:00
Félag um innri endurskoðun mun standa fyrir morgunverðarfundi fimmtudaginn 10. mars 2022 klukkan 8:00 - 10:00 á hótel Natura
Efni fundarins er: Kaloríur í Bitcoin og Ný ásýnd IIA.
Gísli Jökull Gíslason mun flytja erindið Kaloríur í Bitcoin en hann starfar hjá Lögreglustjóranum á Höfuðborgarsvæðinu. Gísli hefur yfir 20 ára reynslu úr ýmsum deildum/embættum lögreglu, en undanfarin ár hefur hann, fyrir utan bókaskrif og kennslu, haft að starfi að vera rannsóknarlögreglumaður í fjármunabrotadeild miðlægrar deildar LRH (stutta heitið er R2-E). Eitt verkefna hans þar eru rannsóknir á netsvikum en einnig önnur fjármunabrot en fyrirlesturinn beinir sjónum sínum aðallega að netglæpum/netsvikum.
Seinna erindið verður kynnt af stjórn FIE og verður farið yfir nýja ásýnd IIA og nýja vörumerki alþjóðafélagsins.
Verð fyrir félagsmenn er 5.900 kr. fyrir utan félagsmenn er verðið 6.900 kr.
Fundurinn gefur 2 endurmenntunareiningar í endurskoðunarflokki.
Skráning er með tölvupósti á fie@fie.is fyrir kl 12.00 þann 8. mars eða hér.