- This event has passed.
Mansal og peningaþvætti
24. maí, 2017-08:00 - 10:00
Fræðslunefndin hefur fengið Snorra Birgisson frá LRH sem er sérfræðingur í mansalsmálum til að fara yfir rannsóknir á mansali. ásamt endurheimtingu fjármuna af brotastarfsemi.
Þá mun Guðrún Árnadóttir, sem stýrir peningaþvættisskrifstofu Héraðssaksóknara fara yfir það allra nýjasta í tengslum við peningaþvætti.
Þetta eru málefni sem eiga vel við okkur sem innri endurskoðendur og annarra sem þurfa að vita lágmarks skil á svona brotastarfsemi sem teygir sig í marga anga samfélagsins.
Skráning fer fram á fie@fie.is. Ókeypis fyrir félaga FIE en 3.500.- kr. fyrir aðra.
Þátttaka á fundinum veitir 2 endurmenntunareiningar.