
- This event has passed.
Morgunverðarfundur 24. nóvember 2022
24. nóvember, 2022-08:15 - 10:00
Næsti morgunverðarfundur FIE verður haldinn fimmtudaginn 24. nóvember kl. 8:15-10:00 í nýju húsnæði Vegagerðarinnar að Suðurhrauni 3 í Garðabæ.
Á fundinum verða haldin tvö erindi.
Anna Margrét Jóhannesdóttir, nýr innri endurskoðandi Vegagerðarinnar, kynnir starfsemi Innri endurskoðunar Vegagerðarinnar og helstu áskoranir.
Auðbjörg Friðgeirsdóttir, nýr áhættustjóri Isavia, fer yfir hvernig það er að byggja upp og innleiða heilstæða áhættustýringu fyrir samstæðu ÍSAVIA.
Umræður í lokin.
Boðið verður upp á léttar kaffiveitingar.
Fundurinn er í boði Vegagerðarinnar og er aðgangur frír. Til að halda utan um mætingu þarf samt sem áður að skrá sig á fundinn.
Mæting á fundinn gefur 2 endurmenntunareiningar.
Skráning fer fram hér.