Sýndarhlekkur á IIA global 2025 í Kanada

Kæru félagar

Alþjóðleg ráðstefna IIA verður haldin í Toronto 14. – 16. júlí nk. og spennan magnast. Hlekkur á ráðstefnuna er hér.

Alþjóðasamtökin hafa vakið athygli okkar á því að nú er hægt að sækja ráðstefnuna án þess þó að mæta í eigin persónu.

Samtökin kynna til sviðs "The Main Stage Virtual Pass" (Aðalsýndarpassann!). Passinn er hagkvæm og sveigjanleg leið til að upplifa hugmyndafræði þeirra leiðtoga sem stíga á svið á ráðstefnunni án fyrirhafnarinnar eða kostnaðar við að mæta á staðinn.

Þessi nýja skráningarleið á ráðstefnuna veitir aðgang að öllum fyrirlestrum fyrir aðeins 499 $, ýmist í streymi eða við hentugleik, í allt að 30 daga. Passinn er tilvalinn fyrir þá meðlimi sem eiga síður heimangengt á ráðstefnuna sökum kostnaðar, anna eða af öðrum ástæðum. Sýndarmæting á ráðstefnuna aflar ráðstefnugestinum 6,8 CPE eininga, rétt eins og með því að mæta í raunheimum.

Hlekkurinn á Aðalpassann! er svo hér.

Hafið endilega samband ef það vakna einhverjar spurningar eða ef þið eigið í vandræðum með skráningu.

Næstu viðburðir

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com