Vefnámskeið – Gagnrýnin hugsun

IIA Svíþjóð heldur vefnámskeiðið 'Critical thinking' þann 23. maí 2024.

Í dag er gagnrýnin hugsun ein mikilvægasta færni sem innri endurskoðendur þurfa að hafa. Hagnýtt námskeið sem nýtist jafnt innri endurskoðendum, sem og sérfræðingum í áhættustýringu og regluvörslu. Fyrirlesari er Sara I. James.

Efnistök námskeiðs

Þátttakendur læra að meta hlutverk gagnrýninnar hugsunar við framkvæmd innri endurskoðunar og á öðrum sviðum staðfestingarvinnu. Gagnrýnin hugsun hjálpar til við að meta gildi gagna til stuðnings niðurstöðu, beita faglegri tortryggni og prófa kenningar til að ná fram traustari og gagnlegri upplýsingum. Um er að ræða gagnvirkt námskeið þar sem notaðar eru dæmisögur og verklegar æfingar til að efla þekkingu og sjálfstraust þátttakenda við að nota þessa færni í störfum sínum.

Að loknu námskeiði munu þátttakendur geta veitt betri áhættumiðaða endurskoðunarþjónustu og ráðgjafaþjónustu með því að:

1. Gagnrýnin hugsun: hvað er það?

 • Skilgreiningar
 • Hefðir
 • Tegundir rökhugsunar
 • Hindranir við rökhugsun

2. Hvernig getum við beitt gagnrýninni hugsun á öllum stigum verkefnis?

 • Skipulag og umfang
 • Prófanir, þar á meðal mat á eigindlegum og megindlegum gögnum
 • Greina frávik og miðla alvarleikastigi

3. Gagnrýnin hugsun og fyrirtækjamenning

 • Skipulagsheild og önnur menningarleg áhrif á tegundir rökhugsunar
 • Að bera kennsl á og yfirstíga menningarlegar hindranir

4. Að orða niðurstöður gagnrýninnar hugsunar

 • Að skilja forsendur og nálgun annarra

5. Að miðla niðurstöðum greiningar á hlutlægan hátt

Fyrirlesari

Sara I. James

Með meira en 30 ára reynslu af kennslu, ritun, útgáfustarfsemi og skipulagsheildum í Bandaríkjunum og Evrópu veitir Sara þjálfun í skýrslugerð um allan heim í gegnum fyrirtæki sitt, Getting Words to Work ®. Hún hefur skrifað fjölda greina um tungumál og skýrslugerð og verið fyrirlesari á alþjóðlegum ráðstefnum.

Dagsetning og tími

 • 23. maí, 2024
 • 07:00 - 11:00  

Staðsetning

 • Vefnámskeið, í gegnum Zoom 
 • Hlekkur verður sendur nokkrum dögum fyrir námskeiðið. 

Verð

 • Félagsmenn FIE: kr. 35.000 (ISK) 
 • Almennt verð: 50.000 (ISK) 

Endurmenntunareiningar (CPE)

 • 4

Skráning fer fram hér.

Nánari upplýsingar um námskeiðið má finna á vefsíðu IIA Svíþjóð.

Innri endurskoðunardagurinn 2024

Innri endurskoðunardagur FIE verður haldinn þann 21. mars 2024, kl.13:00 á Hilton Nordica, Suðurlandsbraut, Reykjavík.

Fjölbreytt dagskrá með áherslu á mannauðsmál.

Dagskrá

13:00 - 13:10 Anna Sif Jónsdóttir, innri endurskoðandi Arion banka, formaður FIE
                           Opnar daginn

13:10 - 14:10 Ása Karin Hólm, stjórnunarráðgjafi, eigandi Stratagem ráðgjafafyrirtæki
                           Stjórnun á áhugaverðum tímum

14:10 - 14:45 Hjalti Vigfússon, verkefnastjóri hinsegin vottunar hjá Samtökunum ’78
                           Hinsegin vottun

14:45 - 15:15 Kaffihlé

15:15 - 15:45 Sigurjón Guðbjörn Geirsson, innri endurskoðandi Háskóla Íslands
                           Hlutverk innri endurskoðenda í breyttum heimi samskipta

15:45 - 16:15 Herdís Sólborg Haraldsdóttir, eigandi Irpa ráðgjöf
                           Jafnréttismál og inngilding

16:15 - 17:00 Bergur Ebbi Benediktsson, uppistandari, leikari, fyrirlesari, rithöfundur, lögfræðingur
                           Tæknibreytingar og auðkenni

17:00              Opinn bar og umræður

Verð fyrir félagsmenn FIE og FLE: 20.000 kr.
Verð fyrir aðra: 30.000 kr.

Mæting á daginn gefur 4 endurmenntunareiningar.

Skráning fer fram hér.

Governance – Risk – Compliance ráðstefna

IIA Svíþjóð heldur GRC ráðstefnu í Stokkhólmi, Svíþjóð dagana 10. - 11. apríl 2024.

ATH. Ráðstefnan fer ekki fram rafrænt.

Dagskrá námskeiðs

Á ráðstefnunni verður boðið upp á þrjá strauma. Fyrirlestrar eru í boði á ensku og sænsku innan þeirra allra, sjá nánar um dagskrána hér.

 • Straumur 1: Efst á baugi í GRC
 • Straumur 2: Forysta & samskipti
 • Straumur 3: Sjálfbærni (ESG) & siðfræði

Verð og dagsetningar

Verð eru í sænskum krónum (SEK).

 • 10. apríl eingöngu: 7.500 SEK (8 CPE)
 • 11. apríl eingöngu: 6.500 SEK (6 CPE)
 • 10. og 11. apríl: 12.000 SEK (14 CPE)

ATH. að þetta er afsláttarverð sem býðst félagsmönnum FIE fram til 14. febrúar 2024.

Upplýsingar um hvernig virkja beri afsláttinn voru sendar út í tölvupósti þann 31. janúar 2024.

Nánari upplýsingar og skráning hjá IIA Svíþjóð hér.

Morgunverðarfundur FIE 1. febrúar 2024

Næsti morgunverðarfundur FIE verður haldinn fimmtudaginn 1. febrúar kl. 8:00 - 10:00 í húsnæði KPMG, Borgartúni 27, 105 Reykjavík.

Sigríður Guðmundsdóttir (CIA) stjórnarmeðlimur FIE, leiðir kynningu og umræður um nýju staðlana sem IIA gaf út í janúar 2024.

Boðið verður upp á léttar kaffiveitingar.

Þátttökugjald er kr. 0 (núll) fyrir félagsmenn FIE og FLE en kr. 2.000 fyrir aðra.

Mæting á fundinn gefur 2 endurmenntunareiningar.

Skráning fer fram hér.

Siðareglur og endurskoðendur

Netnámskeið á Zoom 12. desember nk.

Minnt er á námskeið á vegum EHÍ í samstarfi við FIE um siðareglur og endurskoðendur. Námskeiðið gefur 2 endurmenntunareiningar á sviði siðareglna (e. ethics).

Kennarar:

Sigurjón G. Geirsson, endurskoðandi og innri endurskoðandi HÍ og

Vilhjálmur Árnason, prófessor emeritus í heimspeki.

Félagsmenn FIE fá 20% afslátt með því að gefa upp kóða sem sendur var út með síðasta netpósti.

Skráning fer fram hjá EHÍ: https://endurmenntun.is/namskeid/143H23

Netnámskeið: Gagnagreining og gagnameðhöndlun (Excel)

Í samstarfi við IIA Svíþjóð.

Stafræn vegferð fyrirtækja og stofnana kallar á að innri endurskoðendur endurskoði sína nálgun þegar kemur að gagnagreiningu og -úrvinnslu. Þetta námskeið sýnir hvernig á að fá sem mest út úr Excel hugbúnaðinum við gagnagreiningar. Námskeiðið er sniðið að nýliðum og óreyndum á þessu sviði, kenndar verða aðferðir við að flýta fyrir sér við gagnavinnslu, sér í lagi við gagnaendurskoðun.

Skráning hér.

Hverjir ættu að mæta?

Þetta námskeið er opið öllum sem vilja nýta Excel til að gera prófanir á gögnum við innri endurskoðun. Námskeiðið er „hands-on“ sem þýðir að hver þátttakandi verður að vera með fartölvu sem er með uppsetta útgáfu af Microsoft Office 2014 eða nýrri. Sérhver þátttakandi verður einnig að tryggja að viðkomandi hafi heimild til að nota vinnugögn (sem samanstanda af t.d. Excel, .pdf, .txt og Access skrám sem veittar eru á eða fyrir námskeiðið) og hafi aðgang að öllum stöðluðum aðgerðum Microsoft Excel hugbúnaðarins. Mælt er með því að nota mús fyrir sumar æfingar þar sem ekki er hægt að nálgast suma eiginleika innan Microsoft Office í gegnum snertiborð.

Hvað munu þátttakendur læra?

Að námskeiði loknu munu þátttakendur geta:

 • Athugað allt að 100% af þeim gögnum sem eru tiltæk rafrænt;
 • Unnið á hagkvæman hátt með mikilvægum kerfishlutum Office hugbúnaðar; og
 • Greint og meðhöndlað gögn til að styðja niðurstöður gagnaendurskoðunar.

Námskeiðinu fylgir handbók með myndum og texta, upplýsingum um flýtilykla og aðrar hraðaaðferðir, og enn fremur fylgja gagnasett til að nota á námskeiðinu og nýta til frekari tilrauna og æfinga.

Dagskrá námskeiðs

Gagnagreining og -meðhöndlun – vinna beint með Excel

 • Athuga heilleika gagna – finna algengar villuuppsprettur
 • Fordæmaskoðun og stækkun formúla
 • Upptaka fjölva (macróa)
 • Endurútreikningar og sýndarútreikningar – lykil endurskoðunaratriði
 • Flýtivísar og hraðalyklar – hvernig á að nota þá
 • Leit og staðsetning í gagnasetti
 • Excel tölfræði - hvernig á að virkja
 • Sérsniðin síun
 • Lagskipting gagna
 • Pivot töflur (snúningstöflur), Pivot síur, Pivot gröf og Slicers
 • Útbúa endurskoðunarvinnublað með gagnagreiningum út frá Pivot töflum
 • Skilyrt snið út frá reglu
 • Flókin flokkun gagnasetts

Gagnainnflutningur og -vinnsla

 • Gagnainnflutningur í Excel úr texta, töflum, sérgagnagrunnum og ytri vefsíðum
 • Gagnainnflutningur og gagnaumbreyting með Power Query Editor
 • Gagnainnflutningur í gegnum MSQRY
 • Gagnatengingar, gagnasamruni og gagnaumbreyting
 • Gagnatengingar og óljós gagnasamruni
 • Samskipti við gagnaveitur til að endurnýja og endurnýta gögn

Gagnagrafík

 • Búa til mælaborð með Excel
 • Að búa til mælaborð með því að nota frístandandi vörur eins og Power BI og Tableau
 • Fella inn töflur og myndir í skýrslurnar þínar

Dagsetning og tími

 1. nóvember 2023 kl. 08:00 - 16:00 (kl. 09:00 - 17:00 að sænskum tíma)

Kynnt af: Mindgrove Ltd
Kennari: Stan Dormer

Lengd: einn dagur

Staður: Á netinu, í gegnum Teams.
Upplýsingar verða sendar þátttakendum fyrir námskeiðið.


Verð: 70.000 ISK
Endurmenntunareiningar (CPE): 8

Skráning á námskeiðið fer fram hér.

Nánar um námskeiðið á vefsíðu IIA Svíþjóð: https://www.theiia.se/utbildningar_aktiviteter/#!educourse=546042

Næstu viðburðir

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com