Vefnámskeið: Endurskoðun stjórnarhátta: Masterclass

Vefnámskeið á ensku á vegum IIA Noregi.

Fer fram í gegnum fjarfundarbúnað þann 20. september 2024

kl. 7:00 - 14:00 (9:00 - 16:00 að norskum tíma).

Fyrirlesari: John Chesshire

Verð: 45.000 ISK fyrir félagsmenn FIE og FLE
55.000 ISK fyrir aðra

Endurmenntunareiningar: 7 CPE

Skráning opin dagana 9. - 15. sept. í gegnum skráningarsíðu FIE.

Nánari upplýsingar um námskeiðið á vefsíðu IIA Noregi.

Vefnámskeið – Radical reporting

Vefnámskeið: Radical reporting

Vefnámskeið á ensku á vegum IIA Svíþjóð.

Fer fram í gegnum Zoom dagana 17.  - 18. september 2024

kl. 7:00 - 11:00 báða dagana (9:00 - 13:00 að sænskum tíma).

Fyrirlesari: Sara I James

Verð: 70.000 kr. fyrir félagsmenn FIE og FLE
80.000 kr. fyrir aðra

Endurmenntunareiningar: 8 CPE

Skráning opin dagana 2. - 8. sept í gegnum skráningarsíðu FIE.

Nánari upplýsingar um námskeiðið á vefsíðu IIA Svíþjóð.

Vefnámskeið – Inngangur að endurskoðun upplýsingakerfa


IIA Svíþjóð heldur vefnámskeiðið 'Inngangur að endurskoðun upplýsingakerfa' (e. Introduction to Information Systems Auditing) dagana 11. - 12. júní 2024.

Yfirgripsmikið tveggja daga netnámskeið sem veitir góða undirstöðu fyrir innri endurskoðendur sem eru að stíga sín fyrstu skref í endurskoðun upplýsingakerfa. Námskeiðið byggir á nýjustu stöðlum og bestu starfsvenjum hverju sinni. Gerð er krafa um að þátttakendur hafi þegar góðan skilning á helstu endurskoðunarhugtökum og áhættumiðuðu endurkoðunarferli.

Að loknu námskeiði ættu þátttakendur að

  • þekkja áhættu- og eftirlitsþætti sem hafa áhrif á upplýsingatæknivinnslu
  • geta framkvæmt úttekt á upplýsingakerfum í rekstri
  • geta framkvæmt úttekt á upplýsingakerfum í þróun
  • geta framkvæmt úttekt á raunlægu öryggi upplýsingakerfa
  • geta framkvæmt úttekt á rekstrar- og viðbragðsáætlunum fyrir upplýsingakerfi
  • geta framkvæmt úttekt á öryggisstillingum (svo sem aðgangsheimildum notenda og samskiptareglum sem notaðar eru til auðkenningar á milli tækja og notenda)
  • geta framkvæmt úttekt á grunn netskipulagi

Námskeiðinu fylgir handbók sem inniheldur kennsluefni námskeiðsins og hagnýt dæmi auk vinnuskjals sem hægt verður að nýta við úttektir.

Dagskrá námskeiðs:

ÁHÆTTA TENGD UPPLÝSINGAKERFUM

  • Almenn upplýsingatækniáhætta - Vernd gagna, aðgengi þeirra, heilleiki og áreiðanleiki (e. Confidentiality, Availability, Integrity and Accountability).
  • Sértæk upplýsingatækniáhætta - Þær sem tengjast kerfum eða þjónustum
  • Mótun endurskoðunaráætlunar fyrir upplýsingatækin (IT endurskoðunarheimurinn)

ÁHÆTTUMIÐUÐ ENDURSKOÐUN UPPLÝSINGAKERFA

  • Eftirlitsþættir í hugbúnaðarþróun (e. Control by design)
  • Hvar á að leita eftir eftirlitsþáttum

ENDURSKOÐUN NÝRRA KERFA OG BREYTINGA

  • Formlegar og óformlegar aðferðir
  • Kvik hugbúnaðarþróun (e. Rapid Application Development, RAD)
  • Agile

ENDURSKOÐUN KERFISSTILLINGA OG BREYTINGASTJÓRNUNAR

  • Öryggis- og grunnstillingar kerfa: Lykilspurningar fyrir úttektaraðila
  • Breytingastjórnun: Lykilspurningar fyrir úttektaraðila

RAUNLÆGT ÖRYGGI

NOTENDASTILLINGAR (e. LOGICAL SECURITY)

  • Grunnskráning notenda, auðkenning, sannvottun, heimildir og skráning
  • Notendur: að finna þá og flokka
  • Leyfi eða aðgangsheimildir
  • Atburðaskráning, dagbækur og endurskoðunarslóð
  • Kerfisstjórnun

VIÐBRAGÐSÁÆTLUN OG ÁÆTLUN UM ÓROFINN REKSTUR

  • ISO 27031
  • Eignaskrá (upplýsingatækniauðlinda) og forgangsröðun eigna
  • Viðbótarvalkostir fyrir birgjastuðning til að útvíkka viðnámsþrótt við rekstraráföll
  • Viðhald áætlunar
  • Prófanir

GRUNNÞÆTTIR Í NETHÖGUN OG HUGMYNDAFRÆÐI

  • Nethugtök: landfræðileg stærð netkerfis (e. short and long haul), LAN / WLAN og WAN
  • Teikningar netkerfa (e. Network diagrams): samhengisbundið, virknimiðað og raunlægt
  • LAN: Local Area Network
  • WANs: Wide Area Network
  • Rofar (e. Switches): aðskilja / sundurliða hluta netkerfa
  • Beinar (e. Routers): umferðarstjórar netumferðar, stjórna samskiptum og gagnasendingum samkvæmt samskiptareglum og leiðarkorti
  • Eldveggir (e. Firewalls): hindra óviðeigandi netumferð með því að bera umferð saman við sett af reglum
  • Almenn atriði og áskoranir sem þarf að hafa í huga varðandi WAN, WLAN og LAN
  • Lykilspurningar fyrir úttektaraðila varðandi netáhættu

Helstu upplýsingar

Dagsetning: 11. - 12. júní 2024 (tveir dagar)
Tími: 07:00 - 15:00 (9:00 - 17:00 að sænskum tíma)

Umsjónaraðili námskeiðs: Mindgrove Ltd
Fyrirlesari: Stan Dormer

Staðsetning: Vefnámskeið, í gegnum Teams.
Upplýsingar verða sendar þátttakendum fyrir námskeiðið.

Endurmenntunareiningar: 13 CPE

Verð: 135.000 kr. fyrir félagsmenn FIE og FLE
Verð er 195.000 kr. fyrir aðra.

Skráning: fer fram hér.

Nánari upplýsingar um námskeiðið er að finna á vefsíðu IIA Svíþjóð hér.

Ný stjórn félagsins

Á síðasta aðalfundi var kosin stjórn og hefur hún skipt með sér hlutverkum fyrir komandi starfsár. Skipa þurfti nýjan formann stjórnar þar sem Anna Sif lauk sínum stjórnarstörfum og tók Björg Ýr Jóhannsdóttir við keflinu. Gunnar Ragnarsson hefur tekið við hlutverki samskiptafulltrúa og eru önnur hlutverk stjórnarmanna óbreytt. Sjá einnig hér.

Næstu viðburðir

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com