70 ára afmælisviðburður IIA í Skandinavíu

8. október-11:00 - 13:15

Anthony J. Pugliese forstjóri og framkvæmdastjóri IIA mun halda erindi.

Þann 8. október 1951 þá hittust IIA Danmörk, IIA Noregur og IIA Svíþjóð í Oslo og stofnuðu samtök IIA félaga (í Skandinavíu; IIA Finnland og IIA á Íslandi gengu einhverju síðar til liðs við samtökin. Aðeins ein önnur samtök innri endurskoðenda hafði verið stofnað utan Bandaríkjanna, og eru samtökin næst elstu samtökin í Evrópu. Síðar voru stofnuð félag í hverju landi fyrir sig. Ágúst Hrafnkelsson Innri endurskoðandi Íslandsbanka mun sjá um framlag Íslands.

Að þessu tilefni er öllum meðlimum boðið að taka þátt í 70 ára afmælisfagnaði samtakanna sem verður streymt föstudaginn 8. október milli 11.00-13.15 þar sem þið fáið tækifæri til að hitta nýskipaðan forseta og framkvæmdastjóra IIA Global Anthoni J. Pugliese.

Dagskrá:

13.00-13:10 (11:00-11:10) Formaður IIA í Svíþjóð Michael Sparreskog býður okkur velkomin

13.10-13.45 (11:10-11:45) Fortíð og framtíð - stuttar kynningar frá IIA Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Noregi og Svíþjóð

13.45-14.15 (11:45-12:15) Framtíð innri endurskoðunar Dr. Rainer Lenz, CAE SAF-HOLLAND Group

14.15-15.15 (12:15-13:15) Hvað er framundan fyrir starfsgreinina og samtökin - IIA President & CEO Anthony Pugliese

Tvær CPE einingar verða veittar fyrir þátttöku en streymið verður í gengum Teams.

Skráning með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan.

Streymi: Root Cause Analysis

Seinna námskeiðið sem James Paterson IIA Bretlandi verður með er um Root Cause analysis og er það einnig samvinnuverkefni með IIA Noregi. Námskeiðið verður haldið dagana 24.11 (12.00-15.30)-(13.00-16.30 CET) og 25.11 (08.00-11.15)-(09.00-12.15 CET).

Félagsmenn FIE á Íslandi greiða sama verð og félagsmenn IIA Noregi og gefur það 7 CPE einingar.

Skráning fer í gegnum heimasíðu þeirra en upplýsingar er að finna hér fyrir neðan:

Streymi: Lean and agile audit in the COVID era

James Paterson IIA Bretlandi verður með 2 námskeið í nóvember sem okkur býðst að taka þátt í og er þetta samvinnuverkefni með IIA Noregi. Það fyrra fjallar um "Lean and agile audit in the COVID era" og verður haldið dagana

23.11 (12.00-15.30) og 24.11 (8.00-11.15) - (23.11 (13.00-16.30) and 24.11 (09.00-12.15) CET)

Félagsmenn FIE á Íslandi greiða sama verð og félagsmenn IIA Noregi og gefur það 7 CPE einingar.

Skráning fer í gegnum heimasíðu þeirra en upplýsingar er að finna hér fyrir neðan:

Fræðslustarf FIE veturinn 2021-2022

Búið er að setja 2 viðburði sem standa okkur til boða í september og október. Mig langar að vekja athygli á því að í ár fögnum við 70 ára starfsafmæli innri endurskoðunar félaga í Skandinavíu. Það verður stutt innslag frá hverju landi þar sem lýst er fortíð og framtíð innri endurskoðunar. Anthony J. Pugliese forseti IIA mun ávarpa fundinn en einnig mun Dr. Reiner Lenz vera með ávarp.

Skráning hér í gegnum IIA Svíþjóð:

Í samvinnu við IIA í Noregi þá eru í boði nokkur "On Demand" námskeið, en skráning fer fram á heimasíðu IIA í Noregi. Eins og stendur þá eru þessi námskeið í boði:

Introduction to Business Ethics, Compliance and Anti-Corruption

Ethics training for internal auditors

How to apply the international standards and take your skills to the next level

Developing the Audit Plan

Verið er að klára drög að fræsluáætlun vetrarins, meðal annars verið að skoða sameiginlega viðburði IIA í Evrópu.

Aðalfundur 2021

Á aðalfundi FIE þann 28. maí 2021 voru samþykktar breytingar á samþykktum félagsins og var ný stjórn kosin í samræmi við þær. Meðal breytinga eru að nú sitja sex manns í stjórn og eru formenn fræðslunefndar og alþjóða- og staðlanefndar stjórnarmenn.

Stjórnin skipti með sér verkefum með eftirfarandi hætti: Ingunn Ólafsdóttir, formaður, Jón Sigurðsson, gjaldkeri, Jóhanna María Einarsdóttir, formaður fræðslunefndar, Sigríður Guðmundsdóttir, formaður alþjóða- og staðlanefndar, Anna Sif Jónsdóttir, ritari og Björg Ýr Jóhannsdóttir, samskiptafulltrúi.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com