Aðalfundur 2022

Aðalfundur félags um innri endurskoðun fór fram 24. maí sl. á veitingastaðnum Héðni. Ingunn Ólafsdóttir fór yfir skýrslu stjórnar og Jón Sigurðsson fór yfir ársreikning félagsins. Kosin var ný stjórn og er Viðar Kárason boðin hjartanlega velkominn í stjórnina. Ingunn Ólafsdóttir lauk sínu síðasta starfsári og er henni þakkað kærlega fyrir frábær störf í þágu félagsins í þau 6 ár sem hún hefur setið í stjórninni.

Stjórnin skipti með sér verkefnum með eftirfarandi hætti: Anna Sif Jónsdóttir, formaður, Jón Sigurðsson, gjaldkeri, Jóhanna María Einarsdóttir, formaður fræðslunefndar, Sigríður Guðmundsdóttir, formaður alþjóða- og staðlanefndar, Viðar Kárason, ritari og Björg Ýr Jóhannsdóttir, samskiptafulltrúi.


Aðalfundur 2022

Félag um innri endurskoðun boðar til aðalfundar þriðjudaginn 24. maí 2022 kl. 16-17. Fundurinn fer fram að þessu sinni á veitingastaðnum Héðni, Seljavegi 2, 101 Reykjavík.

Dagskrá aðalfundar:

  1. Skýrsla um störf félagsins á liðnu ári.
  2. Reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar.
  3. Breytingar á samþykktum.
  4. Kosning stjórnarmanna.
  5. Kosning skoðunarmanns annað hvert ár.
  6. Ákvörðun félagsgjalds.
  7. Önnur mál.

Stjórnin hvetur félagsmenn til að taka þátt í starfi félagsins.  Áhugasamir geta haft samband við stjórn félagsins en einnig er hægt að bjóða sig fram á fundinum.

Að fundi loknum verður boðið upp á drykki og léttar veitingar.  

Með von um að sjá þig á aðalfundinum!

Stjórn FIE

Morgunverðarfundur – Kvik vinnubrögð

FIE og Landsbankinn bjóða til morgunverðarfundar í húsakynnum Landsbankans við Austurstræti 11 fimmtudaginn 28. apríl nk. og hefst fundurinn kl: 08:15-10:00. Gengið er inn í húsið á móti ÁTVR.

Starfmenn Innri endurskoðunar Landsbankans munu fjalla um kvik vinnubrögð í innri endurskoðun og reynslu þeirra af því að innleiða slíka aðferðafræði í verklag deildarinnar.

Björn Snær Atlason er með MSc gráðu í fjárfestingarstjórnun og hefur lokið CIA og CRMA vottunum ásamt því að hafa lokið verðbréfaréttindaprófum. Björn hefur starfað hjá Innri endurskoðun Landsbankans sl. 8 ár og vann þar áður hjá PwC í 5 ár.

Kristín Baldursdóttir er hagfræðingur að mennt, með meistarapróf í verkefnastjórnun og þýsku og hefur starfsréttindi sem kennari og leiðsögumaður. Kristín hefur lokið CIA vottun og verðbréfaréttindaprófum. Kristín hefur starfað í bankakerfinu sem sérfræðingur og stjórnandi á fjórða áratug þar af 13 ár í innri endurskoðun Landsbankans. Kristín hefur jafnframt fengist við kennslu og leiðsögn frá unga aldri og kennt stjórnun og leiðtogafærni við Endurmenntun Háskóla Íslands síðustu 15 ár.

Rósa Björg Ólafsdóttir er tölvunarfræðingur með yfir 25 ára reynslu í hugbúnaðargerð og hefur lokið CISA vottun. Rósa leiddi vinnu við innleiðingu kvikra aðferða fyrir hugbúnaðargerð Marel heima og erlendis á árunum 2009 til 2015. Rósa hefur starfað í bankakerfinu í yfir 15 ár og þar af í innri endurskoðun Landsbankans í rúm 3 ár.

Fundurinn er í boði Landsbankans og er ókeypis. Til að halda utan um mætingu þarf samt sem áður að skrá sig á fundinn sem hægt er að gera hér.

Mæting á fundinn veitir 2 endurmenntunareiningar.

Morgunverðarfundur 10. mars nk.

Félag um innri endurskoðun mun standa fyrir morgunverðarfundi fimmtudaginn 10. mars 2022 klukkan 8:00 - 10:00 á hótel Natura

 Efni fundarins er: Kaloríur í Bitcoin og Ný ásýnd IIA.

Gísli Jökull Gíslason mun flytja erindið Kaloríur í Bitcoin en hann starfar hjá Lögreglustjóranum á Höfuðborgarsvæðinu. Gísli hefur yfir 20 ára reynslu úr ýmsum deildum/embættum lögreglu, en undanfarin ár hefur hann, fyrir utan bókaskrif og kennslu, haft að starfi að vera rannsóknarlögreglumaður í fjármunabrotadeild miðlægrar deildar LRH (stutta heitið er R2-E). Eitt verkefna hans þar eru rannsóknir á netsvikum en einnig önnur fjármunabrot en fyrirlesturinn beinir sjónum sínum aðallega að netglæpum/netsvikum.

Seinna erindið verður kynnt af stjórn FIE og verður farið yfir nýja ásýnd IIA og nýja vörumerki alþjóðafélagsins.

Verð fyrir félagsmenn er 5.900 kr. og fyrir utan félags er verðið 6.900 kr.

Fundurinn gefur 2 endurmenntunareiningar í endurskoðunarflokki.

Skráning er með tölvupósti á fie@fie.is  fyrir kl 12.00 þann 8. mars, eða hér.

Greinar og námskeið frá James Paterson

Félag um innri endurskoðun vekur athygli á fræðsluefni og námskeiðum frá James Paterson. Hann hefur starfað sem innri endurskoðandi, m.a. hjá AstraZeneca PLC. Frá árinu  2010 hefur hann boðið upp á þjálfun, námskeið og ráðgjöf, m.a. hjá mörgum IIA félögum í Evrópu.  Hann er eigandi og framkvæmdastjóri RiskAI í Bretlandi ( www.RiskAI.co.uk    - https://www.linkedin.com/in/james-paterson-2749b612/ ).

James hefur sent FIE þrjá hlekki á greinar sem hann hefur skrifað. Fyrir lestur hverrar greinar og svörun spurninga í lokin munið þið getað skráð eina CPE einingu.

Audit planning

https://www.accaglobal.com/an/en/member/sectors/internal-audit/learn/guidance-for-audit-planning-for-ia.html

Root cause analysis

https://www.accaglobal.com/us/en/member/discover/cpd-articles/audit-assurance/root-cause-analysis-for-ia.html

Auditing culture 

https://www.accaglobal.com/uk/en/member/discover/cpd-articles/audit-assurance/auditing-culture-behaviour.html

Þá vekjum við einnig athygli á myndbandi sem James hefur unnið í samstarfi við Greg Coleman um undirbúning fyrir ytri gæðaúttektir, sjá slóð hér fyrir neðan. Okkur stendur líka til boða að horfa á youtube myndband, en það er ekki boðin eining fyrir að horfa á það.

Preparing for an EQA 

James mun bjóða upp á nokkra fyrirlestra um siðferði "Ethics in real world" og eru eftirfarandi dagsetningar í boði:

26th November 9am GMT /10am CET/11am EEST - https://www.eventbrite.co.uk/e/ethics-in-the-real-world-tickets-127360423455
29th November 8am GMT/9am  CET/10am EEST - https://www.eventbrite.co.uk/e/ethics-in-the-real-world-tickets-189563849577
29th November 2pm GMT /3pm CET/4pm EEST/9am EST- https://www.eventbrite.co.uk/e/ethics-in-the-real-world-tickets-189567761277
3rd December 7.30am GMT /8.30 CET/9.30am EEST- https://www.eventbrite.co.uk/e/ethics-in-the-real-world-tickets-189573388107
3rd December 12.00 GMT/13.00 CET/14.00 EEST/7am EST - https://www.eventbrite.co.uk/e/ethics-in-the-real-world-tickets-189574381077

Það er öllum frjálst að skrá sig með þessum hlekkjum, en fyrir þátttöku fást tvær CPE einingar.

Fleiri námskeið munu verða í boði frá honum í samstarfi við Félag um innri endurskoðun og verða þau auglýst síðar. Mögulegar dagsetningar eru 11., 12, 19., 25. og 26. nóvember.

70 ára afmælisviðburður IIA í Skandinavíu

8. október-11:00 - 13:15

Anthony J. Pugliese forstjóri og framkvæmdastjóri IIA mun halda erindi.

Þann 8. október 1951 þá hittust IIA Danmörk, IIA Noregur og IIA Svíþjóð í Oslo og stofnuðu samtök IIA félaga (í Skandinavíu; IIA Finnland og IIA á Íslandi gengu einhverju síðar til liðs við samtökin. Aðeins ein önnur samtök innri endurskoðenda hafði verið stofnað utan Bandaríkjanna, og eru samtökin næst elstu samtökin í Evrópu. Síðar voru stofnuð félag í hverju landi fyrir sig. Ágúst Hrafnkelsson Innri endurskoðandi Íslandsbanka mun sjá um framlag Íslands.

Að þessu tilefni er öllum meðlimum boðið að taka þátt í 70 ára afmælisfagnaði samtakanna sem verður streymt föstudaginn 8. október milli 11.00-13.15 þar sem þið fáið tækifæri til að hitta nýskipaðan forseta og framkvæmdastjóra IIA Global Anthoni J. Pugliese.

Dagskrá:

13.00-13:10 (11:00-11:10) Formaður IIA í Svíþjóð Michael Sparreskog býður okkur velkomin

13.10-13.45 (11:10-11:45) Fortíð og framtíð - stuttar kynningar frá IIA Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Noregi og Svíþjóð

13.45-14.15 (11:45-12:15) Framtíð innri endurskoðunar Dr. Rainer Lenz, CAE SAF-HOLLAND Group

14.15-15.15 (12:15-13:15) Hvað er framundan fyrir starfsgreinina og samtökin - IIA President & CEO Anthony Pugliese

Tvær CPE einingar verða veittar fyrir þátttöku en streymið verður í gengum Teams.

Skráning með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com