Innri endurskoðun Seðlabanka Íslands býður á morgunverðarfund þann 27. nóvember n.k.

Stjórn FIE minnir á morgunverðarfund sem haldinn verður nk. fimmtudag í komandi viku, í húsakynnum Seðlabanka Íslands. Þema viðburðarins er innri endurskoðun í opinbera geiranum og er dagskráin svohjóðandi:

Seðlabanki Íslands: Samspil eftirlitsstofnana og innri endurskoðunar – á Íslandi og erlendis
Kristín Logadóttir, forstöðumaður fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands. Starfaði í yfir 20 ár sem stjórnandi í innri endurskoðun hjá Citi bank og General Motors, aðallega í Bretlandi og Bandaríkjunum.

Ríkisendurskoðun: Stjórnsýsluendurskoðun og innri endurskoðun hjá ríkisaðilum
Gestur Páll Reynisson og Hrefna Gunnarsdóttir

Landspítalinn: Beiting Heimsstaðla innri endurskoðunar í opinbera geiranum
Gréta Gunnarsdóttir

Seðlabanki Íslands, Kalkofnsvegi 1, 101 Reykjavík
Fimmtudagur 27. nóvember 2025
Kl. 8:30 - 10:00
CPE: 1,5

Veitingar í boði
Frír viðburður

Skráning á viðburðinn er hér

Formaður FIE heimsótti höfuðstöðar IIA

Formaður FIE heimsótti nú á dögunum höfuðstöðvar IIA í Lake Mary í Bandaríkjunum. Heimsókn sem þessi er mikilvægur liður í gæðaumgjörð og áherslum félagsins, til að vera sýnileg og styrkja tengslin við þá sérfræðinga í IIA HQ sem við erum í samskiptum við í okkar innra starfi.

Tekið var vel á móti Björgu og fékk hún kynningu þeirri góðu starfsemi sem fer fram þar. Að auki skipulagning á árlegum viðburðum eins og ráðstefnum og námsefni og stuðningur við félög um allan heim. Þá eru ýmis verkefni framundan hjá þeim m.a. breytingar á utanumhaldi endurmenntunareininga og útgáfa ítarefna við staðalinn.

Framundan er svo að fínstilla gæðaumgjörð og áherslur FIE á Íslandi við þær sem Björgu voru kynntar í IIA HQ.

NORPIA hittingur í Stokkhólmi – okkar fulltrúar þar

NORPIA (Nordic Public sector Internal Auditors) hópurinn hittist í Stokkhólmi í byrjun vikunnar þar sem innri endurskoðandi sænsku varnarmálastofnunarinnar og félagasamtök IIA Svíþjóðar buðu heim sitt hvorn daginn. Meginmarkmiðið hópsins er að styrkja innri endurskoðendur í opinbera geiranum faglega þannig að innri endurskoðunarþjónusta í þágu hins opinbera sé sem mest virðisaukandi.

Næstu viðburðir

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com