Loading Viðburðir

« Allir Viðburðir

Vefnámskeið: Endurskoðun áhættustýringar : A Masterclass

2. febrúar-08:00 - 15:00

Lýsing
Námskeiðið dregur saman helstu hugtök áhættustýringar og fjallar um hvað innri endurskoðun getur og ætti að hafa til skoðunar við úttekt á þessu sviði, með gagnvirkum og þátttökumiðuðum hætti.

Margar stofnanir hafa stundað formlega áhættustýringu um árabil. Aðrar eru enn tiltölulega óþroskaðar í nálgun sinni og framkvæmd. Burtséð frá þroskastigi og því hversu árangursrík áhættustýring er talin vera, verða stofnanir reglulega fyrir áföllum tengdum áhættu. Alvarleg mistök eiga sér stað, orðspor bíður hnekki og afleiðingar lélegrar áhættustýringar geta verið verulegar.

Námskeiðið styrkir getu þátttakenda til að veita faglega, árangursríka innsýn og staðfestingu (assurance) af hálfu innri endurskoðunar á einni af mikilvægustu starfsemi stofnana.

Fyrir hverja er námskeiðið
Námskeiðið er opið öllum og hentar jafnt yfirmönnum innri endurskoðunar, sérfræðingum í áhættustýringu sem nýjum innri endurskoðendum. Það er sérstaklega viðeigandi fyrir þá sem eru að hefja innri endurskoðun á áhættustýringu eða á þeirri starfseiningu sem leiðir þetta svið innan stofnunar. Námskeiðið er einnig gagnlegt fyrir þá sem stýra úttektum á þessu sviði eða vilja fylgjast með nýjustu þróun og umræðu í málaflokknum.

Dagskrá námskeiðsins
Námskeiðið leiðir þátttakendur í gegnum eftirfarandi námsþrep:

  • Tilgangur og markmið áhættustýringar

  • Ávinningur af árangursríkri áhættustýringu og algengar áskoranir

  • Þættir og víddir góðrar framkvæmdar í áhættustýringu

  • Greining og mat á áhættu og viðeigandi mótvægisaðgerðum – hvað getur farið úrskeiðis og hvers vegna

  • Reynd og árangursrík aðferð við endurskoðun áhættustýringar

  • Stefnumótandi þróun og nýleg álitaefni í áhættustýringu

  • Hvernig innri endurskoðun getur skilað virðisaukandi staðfestingu á áhættustýringu

Kennslan samanstendur af fræðslu frá leiðbeinanda, stuttum hagnýtum umræðum og verkefnamiðuðum æfingum sem styrkja aðferðirnar sem kenndar eru og byggja á fyrirliggjandi þekkingu þátttakenda.

IIA CPE hæfnissvið sem fjallað er um

  • Stjórnun áhættu fyrirtækja (Enterprise Risk Management)

  • Endurskoðunaraðferðir (Audit Methodologies)

  • Skýrslugerð og miðlun niðurstaðna (Reporting Results)

CPE-einingar
Þátttakendur fá 7 CPE-einingar fyrir CIA, CRMA og Diplomert internrevisor fyrir þátttöku í námskeiðinu.

Fyrirlesari:
John Chesshire, CFIIA, QIAL, CRMA, CIA, CISA – reynslumikill sérfræðingur í innri endurskoðun, áhættustýringu, umbótum og stjórnarháttum með yfir 26 ára starfsreynslu í greininni, m.a. sem Chief Assurance Officer og með víðtæka alþjóðlega reynslu.

Hvenær og hvar:
2.–3. mars 2026, kl. 08:00–15:00 (íslenskur staðartími), vefnámskeið (á netinu, með Teams).

Vottun (CPE):
Þátttakendur fá 7 CPE-einingar fyrir CIA, CRMA og Diplomert internrevisor.

Verð:
Félagsmenn: 55.300 ISK
Aðrir: 67.900 ISK

Skráning hér:

Afsláttarkóði til félagsmanna er á innri vef félagsins undir 'Fræðsla og fundir'.
Greiðsla fer í gegnum Straum greiðslumiðlun.

Nánar

  • Dags. 2. febrúar
  • Kl:
    08:00 - 15:00

Organizer

  • IIA Noregi

Staður

  • Online