
Vefnámskeið: Hvernig á að búa til skilvirkar spurningar/prompt fyrir innri endurskoðendur (sama námskeið og var haldið 2. feb)
Lýsing:
Námskeiðið fjallar um uppbyggingu spurninga / prompt og leiðir til að nýta GenAI betur í daglegum verkefnum innri endurskoðenda. Þátttakendur læra að móta nákvæmar og gagnlegar spurningar / prompt sem skila betri og meira viðeigandi svörum úr gervigreindartólum eins og Copilot, ChatGPT, Claude, Mistral, Google o.fl. Þetta er markviss og hnitmiðuð þjálfun sem miðar að því að auka nýtingu tækninnar í endurskoðunarvinnu og gera notendum betur kleift að bera kennsl á villur og stýra svörum kerfanna. GenAI mun þó enn geta gert mistök — en þú lærir að greina og leiðbeina tækninni betur.
Fyrir hverja hentar námskeiðið:
Innri endurskoðendum á öllum stigum sem þegar eru að prófa verkfæri eins og Copilot, ChatGPT, Claude o.s.frv. og vilja ná nákvæmari og gagnlegri svör í daglegu starfi sínu.
Hvaða færni þú munt öðlast:
Geta samið skýrar og áhrifaríkar beiðnir fyrir GenAI verkefni og ferla sem tengjast innri endurskoðun.
Beita ramma fyrir prompt sem hægt er að endurnýta í áætlunargerð, vettvangsathugunum og skýrslugerð.
Nota aðferðir til að draga úr almennum eða óljósum svörum.
Nýta eiginleika í módelum sem hjálpa til við að leiða fram nánari og endurskoðunartengd svör.
Dagskrá (2 klst. 15 mín.):
Undirbúningslisti fyrir GenAI-prompting
Ramma fyrir prompt hjá innri endurskoðendum
Aðferðir við prompting
Möguleikar í módelum sem stýra svörum
Vottun (CPE):
Þú færð 2,5 CPE fyrir CIA, CRMA og diplomu innri endurskoðenda fyrir að taka þátt.
Fyrirlesari
Stephen Foster (BIO)
Hvenær og hvar:
3. mars 2026, kl. 08:00–10:15 (með Teams-tengingu) – á netinu.
Verð:
Félagsmenn: 31.400 ISK
Aðrir: 37.700 ISK
Skráning: Hér
Afsláttarkóði til félagsmanna er á innri vef félagsins undir 'Fræðsla og fundir'.
Greiðsla fer í gegnum Straum greiðslumiðlun.
