Síðustu forvöð til að skrá sig á ráðstefnu Evrópusamtaka innri endurskoðenda (ECIIA) eru til 15. maí nk. Ráðstefnan verður haldin í Basel í Sviss dagana 21. og 22. september 2017.
Nánar um ráðstefnuna og skráningu á www.eciiabasel2017.eu
Síðustu forvöð til að skrá sig á ráðstefnu Evrópusamtaka innri endurskoðenda (ECIIA) eru til 15. maí nk. Ráðstefnan verður haldin í Basel í Sviss dagana 21. og 22. september 2017.
Nánar um ráðstefnuna og skráningu á www.eciiabasel2017.eu
Fundur faghóps um innri endurskoðun fjármálafyrirtækja var haldinn í höfuðstöðvum Landsbankans að morgni 4. maí 2017. Á fundinum fóru innri endurskoðendur Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankans yfir aðferðafræði sem beitt er við gerð áhættumiðaðra endurskoðunaráætlana hjá bönkunum þremur.
Glærur af fundinum má nálgast hér.
Alþjóðlegir staðlar um innri endurskoðun hafa verið uppfærðir og tók ný útgáfa gildi frá og með 1. janúar 2017.
Í inngangi að stöðlunum segir meðal annars að tilgangur þeirra sé að:
Samkvæmni við alþjóðlega staðla um innri endurskoðun er mikilvægur til að tryggja að faglega sé staðið að framkvæmd hennar.
Félagsmenn og aðrir hagsmunaaðilar eru hvattir til að kynna sér nýja útgáfu staðlanna, sem er aðgengileg á heimasíðu Alþjóðasamtaka innri endurskoðenda (The Institute of Internal Auditors): Sjá hér