Íslenskt nám á háskólastigi í innra eftirliti

Kæru félagar!! Það er nú ekki á hverjum degi sem sem nám á háskólastigi í innra eftirliti - innri endurskoðun og regluvörslu býðst hér á landi. Það er hins vegar að gerast þessi misserin!!!

Bifröst University býður nú í haust upp á örnám á sviði innri endurskoðunar og regluvörslu. Reynsluboltarnir Sif Einarsdottir og Rut Gunnarsdottir eru kennarar í þessu námi en þær eru hvor um sig með reynslumeiri sérfræðingum í sínu fagi hér á landi. Það kemur enginn að tómum kofanum þegar þær eru annars vegar.

Fyrir þá sem spyrja sig "hvað er örnám?" þá er hægt að skoða það hér Örnám - Háskólinn á Bifröst

FIE fagnar þessu framtaki auðvitað heilshugar og hvetur félaga í faginu (og vitanlega aðra faglega forvitna) til að kíkja á það hlaðborð þekkingar sem hér er boðið upp á Innra eftirlit - innri endurskoðun og regluvarsla - Háskólinn á Bifröst!!

Kveðja, stjórn FIE

Næstu viðburðir

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com