Gestur Páll Reynisson hlaut CIA vottun hjá Alþjóðasamtökum innri endurskoðenda í júní s.l. eftir að hafa lokið prófum í maí. Gestur Páll er með B.A. gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands og meistaragráðu í stjórnsýslufræði frá sama skóla. Gestur Páll hefur starfað sem sérfræðingur á stjórnsýslu- og lögfræðisviði Ríkisendurskoðunar frá árinu 2016. Áður starfaði Gestur m.a. hjá Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála, rannsóknarnefnd Alþingis um Íbúðalánasjóð og var einn höfunda úttektarskýrslu um Orkuveitu Reykjavíkur (2012). Þá hefur Gestur Páll sinnt stundakennslu frá árinu 2011 við stjórnmálafræði- og viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.

Við óskum Gesti hjartanlega til hamingju með fagvottunina!!

Næstu viðburðir

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com