
Hugrún Sif Harðardóttir hlaut CIA fagvottun hjá Alþjóðasamtökum innri endurskoðenda í desember sl. þegar hún lauk CIA Challenge Exam en Hugrún hlaut CISA fagvottun árið 2022. Stjórnin hvetur aðra félagsmenn sem hafa CISA fagvottun að kynna sér CIA Challenge Exam.
Hugrún Sif hefur verið forstöðumaður innri endurskoðunar Kviku banka frá mars 2024 en hún hóf störf í innri endurskoðun hjá Kviku banka árið 2023. Þar áður starfaði hún sem sérfræðingur í innri endurskoðun hjá Landsbankanum með áherslu á upplýsingatækni og rekstraráhættu og þar á undan sem sérfræðingur hjá Arion banka með áherslu á rekstraráhættu og straumlínustjórnun. Auk þess að hefur hún starfað við gæða- og öryggismál hjá Teris og ANZA.
Hugrún Sif lauk M.Sc. Analysis, Design and Management of Information Systems frá The London School of Economics and Political Sciences (LSE) í London árið 2005 og Bsc. Viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2002.