Fræðsluáætlun FIE 2020-2021

Kæru félagsmenn,

Nú er átjánda starfsár félagsins að hefjast og hefur fræðslunefnd félagsins sett saman fræðsluáætlun fyrir veturinn með fjölbreyttu fræðsluefni fyrir félagsmenn. Uppsetning áætlunarinnar tók mið af fræðslukönnun sem gerð var meðal félagsmanna síðastliðið sumar.

Fræðsluáætlunin er með fremur óhefðbundnu sniði þetta starfsár og höfum við breytt um áherslur þannig að í stað hefðbundinna morgunverðarfunda höfum við sett á fræðslufundi sem eru skipulagðir á netinu í gegnum Teams.

Fyrsti fundur verður haldinn föstudaginn 25. september. Í fyrra erindi fundarins verður fjallað um gervigreind, sjálfvirknivæðingu og innri endurskoðun. Seinna erindið fjallar um innleiðingu á Evrópureglum um endurskoðun og endurskoðendur, sem tóku gildi 1. janúar 2020.

Haustráðstefnan verður haldin 15. - 16. október, og mun skiptast í tvo hálfa daga. Fyrir hádegi fyrri daginn og eftir hádegi seinni daginn.

Ítarlegri upplýsingar um viðburðina verða síðan auglýstir á Facebook síðu félagsins (https://www.facebook.com/FelagUmInnriendurskodun) og heimasíðu félagsins (https://fie.is/).

Skráning verður eins og áður með tölvupósti á fie@fie.is.

FRÆÐSLUÁÆTLUN 2019-2020

Fræðslukönnun 2020

Fræðslukönnun 2020

Fræðslukönnunin lauk í síðustu viku og tóku 54% félagsmanna þátt í henni. Helstu niðurstöður eru að félagsmenn gefa starfsemi félagsins tæplega 78 stig af 100 stigum sem er sambærilegt og í fyrra. Rúmlega 80% félagsmanna segjast vera frekar eða mjög líklegir til að mæta á Innri endurskoðunardaginn þann 9.september nk.  Einnig er mikill áhugi á Haustráðstefnu félagsins og vilja flestir félagsmenn halda hana á þessu ári en stytta hana í einn dag í stað tveggja daga eins og verið hefur.

Fræðslunefnd er með niðurstöðurnar og mun vinna úr þeim fræðsluáætlun fyrir næsta vetur.  Áætlunin verður birt í lok sumars. Hægt er að skoða niðurstöðurnar nánar í Excel skjalinu hér að neðan.

Hér fyrir neðan er listi yfir þau fræðsluefni sem skoruðu hæst í ár samanborin við niðurstöðurnar frá því í fyrra. Niðurstöðunum er raðað eftir vegnu meðaltali:

    2019                                                                    2020

1. Misferli og sviksemi (4,26) 1. Samtímaeftirlit og endurskoðun (4,39)
2. Netöryggismál (4,12) 2. Greiningartól (Excel, ACL, TeamMate) (4,25)
3. ERM (4,10) 3. Misferli og sviksemi (4,2)
4. Samtímaendurskoðun og - eftirlit (4,04) 4. Áhættumiðuð endurskoðunaráætlun (4,16)
5. COSO (4,00) 5. Verkefnaáætlun og áhættumat úttektar (4,16)
6. Greiningartól (3,98) 6. Netöryggismál (4,11)
7. Áhættumiðuð endurskoðunaráætlun (3,98) 7. Gagnagreiningar (Big data, data mining) (4,05)
8. Almenn tölvuendurskoðun (3,92) 8. Nýja útgáfu af Lines of Defence (3,98)
9. Verkefnaáætlun og áhættumat úttektar (3,90) 9. Enterprise Risk Management (ISO 31000) (3,89)
10. Gagnagreiningar (3,88) 10. Gervigreind (machine learning, robotics) (3,86)

Við þökkum fyrir þátttökuna!

Aðalfundur FIE 2020

Aðalfundur Félags um innri endurskoðun fór fram miðvikudaginn 27. maí 2020 í fjarfundabúnaði. Fundinum var stýrt úr húsnæði Kviku banka, Katrínartúni 2, 105 Reykjavík. Hlekkurinn inn á fjarfundinn var sendur á skráð netföng félagsmanna í félagaskrá. Góð mæting var á fundinn.

Stjórn 2020-2021

Ingunn Ólafsdóttir, formaður.

Anna Sif Jónsdóttir, meðstjórnandi.

Björn Snær Atlason, ritari.

Jón Sigurðsson, gjaldkeri.

Sigrún Lilja Sigmarsdóttir, meðstjórnandi.

Fræðslunefnd

Jóhanna María Einarsdóttir, formaður.

Alþjóða- og staðlanefnd

Auðbjörg Friðgeirsdóttir, formaður.

Siðanefnd

Ingi Magnússon, formaður.

Faghópur um endurskoðun upplýsingakerfa (UT)

Hinrik Pálsson, umsjónarmaður.

Faghópur um endurskoðun í opinbera geiranum

Anna Margrét Jóhannesdóttir, umsjónarmaður.

Skýrsla stjórnar 2020 er að finna hér.

Fræðslufundur FIE fimmtudaginn 20.02.2020

Ferlagreiningar í innri endurskoðun - innri endurskoðun netvarna. Á síðastliðnum árum eru algóritmar og gervigreind í auknum mæli nýtt til að sjálfvirknivæða ferlagreiningar. Varnir gegn netglæpum eru ofarlega á baugi hjá fyrirtækjum í dag. Erindi dagsins eru tvö, annað er um Verkfæri til ferlagreininga í innri endurskoðun og hitt um Netvarnir fyrirtækja og nálgun innri endurskoðunar til að hafa eftirlit með þeim

Stefna FIE 2020-2022

Stjórn FIE samþykkti á fundi sínum þann 22. janúar stefnu fyrir næstu þrjú árin. Í stefnunni eru fjögur markmið og skilgreindar aðgerðir til að ná þeim. Stefnan er að finna í skjalinu hér að neðan.

Markmiðin eru:

A. Vera leiðandi við að byggja upp fagþekkingu á sviði innri endurskoðunar
B. Auka sýnileika og umræðu um ávinning innri endurskoðunar meðal hagsmunaaðila á Íslandi
C. Byggja upp gott innra starf á vegum félagsins, efla samskipti félagsmanna og fjölga félagsmönnum
D. Styrkja tengsl við fagfélög innri endurskoðenda á alþjóðavísu, einkum IIA, ECIIA og systurfélög FIE á Norðurlöndum

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com