Kæru félagar
Fyrirhuguð er uppfærsla á kerfum IIA. Hún mun eiga sér stað tímabilið 25. - 29. september nk. (fimmtudagur til mánudags) og á þeim tíma munu öll kerfi IIA liggja niðri.
Athygli félagsmanna er vakin á niðritíma kerfanna, einkum þeirra sem eru þessa dagana að nota Certification Candidate Management System (CCMS) sem mun þá einnig liggja niðri á þessum tíma. Til að forðast raskanir af þessum völdum er hér tækifæri til að bregðast við í tæka tíð. IIA býður félögum sínum enn fremur upp á aðstoð á þessum tíma ef þarf (https://www.pearsonvue.com/us/en/iia.html#contact).
Kerfin verða svo komin upp aftur kl. 13:00 mánudaginn 29. september (9:00 am ET).
Kær kveðja,
Stjórn FIE