IIA Noregi heldur vefnámskeið þann 10. júní 2025 um áhættumiðaða endurskoðunaráætlun í takt við nýja heimsstaðla um innri endurskoðun
kl. 7:00 - 14:30 (9:00 - 16:30 að norskum tíma).

Námskeið í gerð áhættumiðaðrar endurskoðunaráætlunar með hliðsjón af kröfum nýrra heimsstaðla um innri endurskoðun. Áhættulandslagið er síbreytilegt og áætlun innri endurskoðunar þarf að taka mið af því og á sama tíma styðja við markmið skipulagsheildarinnar og skila virðisaukandi áliti og niðurstöðum sem skipta máli fyrir reksturinn.

Fyrirlesari: James C. Paterson, reynslumikill fyrirlesari og fyrrverandi yfirmaður innri endurskoðunar (e. CAE)
James Paterson á LinkedIn

Efnistök námskeiðs

  • Hönnun á "top-down" endurskoðunaráætlun sem samræmist viðskiptastefnu skipulagsheildar
  • Mótun áhrifaríkra spurninga sem hjálpa til við mótun verkefna fyrir áætlunina
  • Samþætting við aðra staðfestingar- og eftirlitseiningar til að ná fram heildrænni umfjöllun
  • Kynning endurskoðunaráætlunar sem vekur athygli og tryggir nægjanlegar auðlindir til framkvæmdar
  • Samræming væntinga yfirstjórnar og endurskoðunarnefndar
  • Aðferðir við skilgreiningu umfangs verkefna og stig fullvissu úttektar
  • Uppbygging sterkra tengsla við hagsmunaaðila

Verð: 45.000 kr. fyrir félagsmenn FIE og FLE
55.000 kr. fyrir aðra

Endurmenntunareiningar: 7 CPE

Skráning opin dagana 25. - 31. mars 2025 í gegnum skráningarsíðu FIE.

Nánari upplýsingar um námskeiðið á vefsíðu IIA Noregi.

Næstu viðburðir

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com