IIA Noregi heldur vefnámskeið þann 3. júní 2025 um áhættuskor athugasemda og niðurstöður úttekta
kl. 7:00 - 14:30 (9:00 - 16:30 að norskum tíma).

Starfshættir innri endurskoðunar eru í stöðugri þróun. Endurskoðunarálit er þar engin undantekning. Niðurstöður úttekta innri endurskoðunar eru notaðar af stjórnum og jafnvel eftirlitsaðilum sem treysta á þær við ákvarðanatöku. Áhættuskor athugasemda og niðurstöður úttekta þurfa því að endurspegla blæbrigði mismunandi áhættuflokka og áhættumenningar í starfsemi sem er til skoðunar.

Fyrirlesari: James C. Paterson
James C. Paterson á LinkedIn

Efnistök námskeiðs

  • Framsetning áhættuskors athugasemda
  • Framsetning endurskoðunarálits sem stenst kröfur lagalegrar umgjarðar
  • Framsetning niðurstaðna þvert á ferla /deildir
  • Framsetning á nýjum áhættuþáttum sem tengjast rekstrarþoli og netöryggi
  • Yfirferð á sjálfbærniþáttum (ESG)
  • Nýting fjölbreyttra gagna til stuðnings niðurstöðum umfram hefðbundna endurskoðunarvinnu
  • Miðlun takmarkana án þess að draga úr mikilvægi og áhrifum

Verð: 45.000 kr. fyrir félagsmenn FIE og FLE
55.000 kr. fyrir aðra

Endurmenntunareiningar: 7 CPE

Skráning opin dagana 18. - 24. mars 2025 í gegnum skráningarsíðu FIE.

Nánari upplýsingar um námskeiðið á vefsíðu IIA Noregi.

Næstu viðburðir

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com