Í tengslum við haustráðstefnu sína stendur Félag um innri endurskoðun (FIE) fyrir morgunverðarfundi hinn 5. október n.k. frá 8:30 til 10 undir yfirskriftinni "Hjálpræði stjórnenda í svikulum heimi" og fjallar um sviksemi og misferli innan fyrirtækja. Fyrirlesari verður Nigel Iyer sem hefur í yfir 20 ár unnið að forvörnum og rannsóknum á sviði sviksemi.
Fundurinn er sérstaklega ætlaður stjórnarmönnum, endurskoðunarnefndum og lykilstjórnendum fyrirtækja. Nánari upplýsingar um fundinn má finna í þessu skjali.
Fréttabréf FIE – september 2012
Fræðslunefnd hefur tekið saman fréttabréf FIE sem hefur að geyma ýmis áhugaverð atriði. Sérstaklega skal bent umfjöllun um væntanlega haustráðstefnu félagsins sem haldin verður í október. Fréttabréfið má nálgast hér.
Hraustráðstefna FIE 2012
Haustráðstefna FIE verður haldin dagana 4. og 5. október n.k. á Grand Hótel Reykjavík. Yfirskrift ráðstefnunnar verður: Stjórnun sviksemis– og misferlisáhættu. (e. Managing the risk of fraud and corruption). Fyrirlesari verður Nigel Iyer (BSc, MA, ACA). Nigel er meðeigandi hjá Septia Group og kennari við University of Leicester School of Management.
Skráning er hafin á fie@fie.is Ráðstefnan veitir 16 endurmenntunareiningar (CPE). Nánari upplýsingar má finna hérna.
