Stjórn FIE boðar til aðalfundar þriðjudaginn 13. maí 2025 kl. 16:30 í salnum Gallerí á Grand hótel, Sigtúni 28, Reykjavík.

Dagskrá aðalfundar

  1. Skýrsla um störf félagsins á liðnu ári
  2. Reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar
  3. Breytingar á samþykktum
  4. Kosning stjórnarmanna
  5. Kosning skoðunarmanns
  6. Ákvörðun félagsgjalds
  7. Önnur mál

Breytingar á samþykktum

Lagt er til að 1. mgr. 5. gr. samþykkta félagsins verði breytt þannig:

Samþykkt hljóðar þannig í dag:

Aðalfundur hefur æðsta vald í málefnum félagsins. Aðalfund skal boða skriflega með bréfi eða tölvupósti með 14 daga fyrirvara hið skemmsta. Aðalfundur er lögmætur sé löglega til hans boðað og ræður afl atkvæða úrslitum mála nema annars sé getið í samþykktum þessum.

Samþykkt eftir breytingu (skáletraður texti afmarkar breytingu):

Aðalfundur hefur æðsta vald í málefnum félagsins. Aðalfund skal boða með tilkynningu á vefsíðu félagsins eða tölvupósti með 14 daga fyrirvara hið skemmsta. Aðalfundur er lögmætur sé löglega til hans boðað og ræður afl atkvæða úrslitum mála nema annars sé getið í samþykktum þessum.

Næstu viðburðir

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com