Ingunn Ólafsdóttir hefur náð CRMA faggildingu IIA. Ásamt því að óska Ingunni til hamingju með þessa faggildingu vill stjórn FIE benda félagsmönnum á að nánari upplýsingar um faggildinguna má finna á heimasíðu FIE og á heimasíðu IIA.
Global Perspectives and Insights

Við viljum benda félagsmönnum á nýútgefna skýrslu um helstu áhættur sem innri endurskoðendur þurfa að mæta. Hægt að hala niður skýrslunni af vef IIA,
Innri endurskoðun er líka #Kvennastarf
Útdráttur greinar úr CBOK ritröð IIA sem fjallar um konur í Innri endurskoðun.
Heimild: „Women in Internal Auditing – Perspectives from Around the World“ e. Margaret Christ PhD, CIA.
Í CBOK könnun árið 2015 kom í ljós að konur eru stór hluti innri endurskoðenda á heimsvísu. Hins vegar er töluverður munur á konum og körlum þegar kemur að starfsframa innan stéttarinnar. Hér verður stiklað á stóru og farið yfir það hvar konur standa almennt á heimsvísu, skv. niðurstöðum könnunarinnar og einnig hvernig konur megi frekar ná árangursríkum starfsframa í innri endurskoðun.
Alls tóku rúmlega 5.400 konur þátt í könnuninni sem jafngildir 38% af heildarsvörun. 31% svarenda í hópi forstöðumanna innri endurskoðunar (þ.e. CAE) voru konur. Hlutfall kvenna var mjög mismunandi á milli einstakra heimshluta en almennt samanstóðu svör kvenna af yngri svarendum í lægri stöðum á móti eldri svarendum meðal karla auk þess sem þeir voru frekar í einhvers konar stjórnendastöðum. Þegar þessi hópur kvenna eldist munu líklega fleiri konur fara í stjórnendastöður, en svör tengd starfsþróun gáfu til kynna að konur væru ólíklegri til að bæta við þekkingu sína í skóla eða innan faglegra sérsviða, auk þess sem þær mátu sjálfar sig lægra en karlar í öllum 10 lykil hæfnisþáttum IIA . (meira…)
