Nordic Light 2019

Á myndinni eru: Paul Sobel formaður COSO, Naohiro Mouri formaður Global IIA, Ingunn Ólafsdóttir formaður IIA Iceland, Anna Margrét Jóhannesdóttir og Ágúst Hrafnkelsson ráðstefnunefnd.

Nordic Light fór fram dagana 8-10. maí á Hótel Hilton en hún er haldin annað hvert ár í samstarfi við hin IIA félögin á Norðurlöndunum. Ráðstefnan fór fram í fyrsta skipti í Svíþjóð árið 2015 og síðan í Finnlandi árið 2017. Að þessu sinni sóttu um 100 manns frá um 12 löndum. Í boði voru yfir 24 fyrirlestrar á fjölmörgum sviðum innri endurskoðunar. Heiðursgestir voru Naohiro Mouri, stjórnarformaður Alþjóðasamtaka innri endurskoðenda, Richard Chambers, forseti samtakanna og Paul Sobel, stjórnarformaður COSO og fyrrverandi stjórnarformaður Alþjóðasamtakanna. Ráðstefnan gekk vonum framar og þökkum við fyrirlesurum fyrir að miðla sinni sérþekkingu og reynslu og málstofustjórum fyrir að halda vel utan um umræðurnar. Þá vill stjórnin sérstaklega þakka ráðstefnunefndinni, Ágústi Hrafnkelssyni og Önnu Margréti Jóhannesdóttur, fyrir sína vinnu en hún á heiður skilið fyrir að skipulagningu á fyrstu alþjóðlegu ráðstefnu félagsins.

Hér eru nokkrar myndir af ráðstefnunni:

Norrænir innri endurskoðendur í opinbera geiranum hittust á fundi daginn fyrir ráðstefnuna og ræddu saman m.a. um mögulegt samstarf milli landanna.

Ráðstefnan byrjaði með kokteilboði kvöldið áður í Ásmundarsafni.

Hér eru myndir af ráðstefnunni:

Næstu viðburðir

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com