Alþjóðleg ráðstefna IIA verður haldin í Toronto 14. – 16. júlí nk. og spennan magnast. Hlekkur á ráðstefnuna er hér.
Alþjóðasamtökin hafa vakið athygli okkar á því að nú er hægt að sækja ráðstefnuna án þess þó að mæta í eigin persónu.
Samtökin kynna til sviðs "The Main Stage Virtual Pass" (Aðalsýndarpassann!). Passinn er hagkvæm og sveigjanleg leið til að upplifa hugmyndafræði þeirra leiðtoga sem stíga á svið á ráðstefnunni án fyrirhafnarinnar eða kostnaðar við að mæta á staðinn.
Þessi nýja skráningarleið á ráðstefnuna veitir aðgang að öllum fyrirlestrum fyrir aðeins 499 $, ýmist í streymi eða við hentugleik, í allt að 30 daga. Passinn er tilvalinn fyrir þá meðlimi sem eiga síður heimangengt á ráðstefnuna sökum kostnaðar, anna eða af öðrum ástæðum. Sýndarmæting á ráðstefnuna aflar ráðstefnugestinum 6,8 CPE eininga, rétt eins og með því að mæta í raunheimum.
Morgunverðarfundur FIE á Hótel Reykjavík Natura þann 22. maí 2025
Dagskrá morgunverðarfundar:
Innri endurskoðun, fyrstu skrefin. Björg Ýr Jóhannsdóttir, sérfræðingur í innri endurskoðun Íslandsbanka, fer yfir praktísk atriði sem miðast við fólk sem nýlega hefur hafið störf sem innri endurskoðandi.
Efst á baugi í innri endurskoðun á sjálfbærni. Margrét Helga Guðmundsdóttir, verkefnastjóri í sjálfbærniráðgjöf Deloitte, fer yfir nýlegar breytingar regluverks á sviði sjálfbærni.
Íslenskunotkun innri endurskoðenda. Þorkell Guðmundsson, sérfræðingur í innri endurskoðun Kviku banka, fer yfir mikilvægi metnaðar í íslensku ritmáli og að hafa gaman af því að nota okkar fallega tungumál.
Hótel Reykjavík Natura, Nauthólsvegur 52 , 101 Reykjavík Fimmtudaginn 22. maí 2025 Kl. 8:15 - 10:00 CPE: 2
Eflið skipulagseininguna. Aukið traust. Bætið árangur. Það eru áhrif innri endurskoðunar.
Innri endurskoðun kemur á skilvirkri nálgun við að meta og bæta stjórnarhætti, áhættustýringu og eftirlitsferla. Innri endurskoðun styrkir skipulagseininguna innan frá.
Viljið vita hvernig innri endurskoðun eykur virði þvert á atvinnugreinar? Sjáið nánar á www.theiia.orgwww.fie.is
IIA Svíþjóð heldur vefnámskeiðið 'Critical thinking' þann 10. júní 2025.
IIA Svíþjóð endurtekur vinsælt námskeið með Söru I. James um gagnrýna hugsun. Oft komast færri að en vilja!
Í dag er gagnrýnin hugsun ein mikilvægasta færni sem innri endurskoðendur þurfa að hafa. Hagnýtt námskeið sem nýtist jafnt innri endurskoðendum, sem og sérfræðingum í áhættustýringu og regluvörslu.
Efnistök námskeiðs
Þátttakendur læra að meta hlutverk gagnrýninnar hugsunar við framkvæmd innri endurskoðunar og á öðrum sviðum staðfestingarvinnu. Gagnrýnin hugsun hjálpar til við að meta gildi gagna til stuðnings niðurstöðu, beita faglegri tortryggni og prófa kenningar til að ná fram traustari og gagnlegri upplýsingum. Um er að ræða gagnvirkt námskeið þar sem notaðar eru dæmisögur og verklegar æfingar til að efla þekkingu og sjálfstraust þátttakenda við að nota þessa færni í störfum sínum.
Að loknu námskeiði munu þátttakendur geta veitt betri áhættumiðaða endurskoðunarþjónustu og ráðgjafaþjónustu með því að:
Geta greint, safnað og metið nægilegar og áreiðanlegar upplýsingar;
Koma á framfæri sönnunargögnum og rökstuðningi sem leiða til niðurstaðna endurskoðunar; og
Aðstoða skipulagsheildina við að bæta eftirlitsþætti byggða á þessum niðurstöðum.
1. Gagnrýnin hugsun: hvað er það?
Skilgreiningar
Hefðir
Tegundir rökhugsunar
Hindranir við rökhugsun
2. Hvernig getum við beitt gagnrýninni hugsun á öllum stigum verkefnis?
Skipulag og umfang
Prófanir, þar á meðal mat á eigindlegum og megindlegum gögnum
Greina frávik og miðla alvarleikastigi
3. Gagnrýnin hugsun og fyrirtækjamenning
Skipulagsheild og önnur menningarleg áhrif á tegundir rökhugsunar
Að bera kennsl á og yfirstíga menningarlegar hindranir
4. Að orða niðurstöður gagnrýninnar hugsunar
Að skilja forsendur og nálgun annarra
5. Að miðla niðurstöðum greiningar á hlutlægan hátt
Fyrirlesari: Sara I. James
Með meira en 30 ára reynslu af kennslu, ritun, útgáfustarfsemi og skipulagsheildum í Bandaríkjunum og Evrópu veitir Sara þjálfun í skýrslugerð um allan heim í gegnum fyrirtæki sitt, Getting Words to Work ®. Hún hefur skrifað fjölda greina um tungumál og skýrslugerð og verið fyrirlesari á alþjóðlegum ráðstefnum.
Dagsetning og tími
10. júní, 2025
07:00 - 11:00
Staðsetning
Vefnámskeið, í gegnum Zoom
Hlekkur verður sendur nokkrum dögum fyrir námskeiðið.
Meðlimir IIA geta í maí sparað 25% í umsóknar- og skráningargjöldum í Certified Internal Auditor® (CIA®) eða Certification in Risk Management Assurance® (CRMA®). Nýtið tækifærið og bætið liðstyrkinn með þessu góða tilboði.
Stjórn FIE boðar til aðalfundar þriðjudaginn 13. maí 2025 kl. 16:30 í salnum Gallerí á Grand hótel, Sigtúni 28, Reykjavík.
Dagskrá aðalfundar
Skýrsla um störf félagsins á liðnu ári
Reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar
Breytingar á samþykktum
Kosning stjórnarmanna
Kosning skoðunarmanns
Ákvörðun félagsgjalds
Önnur mál
Breytingar á samþykktum
Lagt er til að 1. mgr. 5. gr. samþykkta félagsins verði breytt þannig:
Samþykkt hljóðar þannig í dag:
Aðalfundur hefur æðsta vald í málefnum félagsins. Aðalfund skal boða skriflega með bréfi eða tölvupósti með 14 daga fyrirvara hið skemmsta. Aðalfundur er lögmætur sé löglega til hans boðað og ræður afl atkvæða úrslitum mála nema annars sé getið í samþykktum þessum.
Samþykkt eftir breytingu (skáletraður texti afmarkar breytingu):
Aðalfundur hefur æðsta vald í málefnum félagsins. Aðalfund skal boða með tilkynningu á vefsíðu félagsins eða tölvupósti með 14 daga fyrirvara hið skemmsta. Aðalfundur er lögmætur sé löglega til hans boðað og ræður afl atkvæða úrslitum mála nema annars sé getið í samþykktum þessum.