Fundarboð – Aðalfundur Félags um innri endurskoðun 24. maí kl. 15

Aðalfundur Félags um innri endurskoðun verður haldinn fimmtudaginn 24. maí
2011 kl. 15:00. Fundarstaður er Grand Hótel Reykjavík.

Dagskrá samkvæmt samþykktum félagsins:
1.        Skýrsla um störf félagsins á liðnu ári
2.        Reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar
3.        Breytingar á samþykktum – engar tillögur lagðar fram
4.        Kosning stjórnar
5.        Kosning formanna nefnda
6.        Kosning endurskoðanda annað hvert ár
7.        Ákvörðun félagsgjalds
8.        Önnur mál

Stjórn félagsins hvetur alla félagsmenn til að mæta á fundinn og taka
virkan þátt í störfum félagsins. Á fundinum verður jafnframt leitað eftir
áhugasömum aðilum til að taka þátt í nefndarstörfum og vera leiðandi í
störfum sérfræðihópa.
Boðið verður upp á léttar veitingar í lokfundar.

Reykjavík, 4. maí 2012
Stjórn Félags um innri endurskoðun

Fræðslufundur FIE þriðjudaginn 15. maí 2012 á Grand Hótel

Erum við dúfur, uglur, svanir eða páfuglar í landi mörgæsa? Eða bara flottir og faglegir innri endurskoðendur sem vilja ná meiri árangri og ánægju í leik og starfi?

Á þessum fundi ætlum við að skoða okkur sjálf, hvernig við nálgumst verkefni okkar, samskipti við samstarfsfólk o.fl. í alveg nýju ljósi. Með því að skoða okkur sjálf og fólkið í kringum okkur og bera það saman við ólíkar fuglategundir getum við öðlast nýjan skilning á því hversu gott það í rauninni er að við erum jafn ólík og raun ber vitni.  Við skoðum hvernig við getum nýtt okkur það á ýmsa vegu og þannig aukið árangur okkar og ánægju.

Fyrirlesari verður Herdís Pála páfugl Pálsdóttir, MBA og B.Ed.  Hún starfar sem markþjálfi, kennari/fyrirlesari og ráðgjafi.  Síðast liðin 12 ár hefur hún aðallega starfað við mannauðsmál, en einnig rekstrarmál o.fl., þar af 10 ár í bankageiranum.

Fundurinn verður haldinn á Grand Hótel þriðjudaginn 15. maí 2012 og hefst kl. 8:30. Verð kr. 2.500 krónur. Vinsamlegast skráið ykkur til þátttöku á fie@fie.is fyrir 14.maí.

Næstu viðburðir

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com