Author: Jóhanna María Einarsdóttir

Fyrsti fræðslufundur 2021 verður haldinn mánudaginn 15. febrúar kl. 08:30-10:00

Við höfum fengið Niina Ratsula frá Finnlandi til að halda fyrir okkur erindi um hvaða styrkleikar og áskoranir einkenna viðskiptasiðferði Norðurlandanna. Niina er M.Sc. CIA, CCSA, CRMA, CCEP-I, doktorsnemi, kennari og stofnandi Code of Conduct Company, en starfaði áður hjá Nokia og Kermiar í 12 ár.

Hún mun einnig kynna okkur fyrir niðurstöðum The Nordic Business Ethic Survey.

Hér má nálgast nánari upplýsingar um The Nordic Business Ethics Network.

Athugið að fyrirlesturinn er á ensku.

Samstarf fræðslunefnda á Norðurlöndunum

Fræðslunefnd FIE hefur nú hafið samstarf í fræðslumálum með IIA í Noregi og Svíþjóð. Vonandi bætist IIA í Danmörk við fljótlega. Samstarfið fer þannig fram að félagsmönnum stendur til boða að sækja námskeið á þeirra vegum sem eru á ensku og á netinu. Skráning fer fram í gegnum þeirra heimasíðu. Með þessu þá getum við aukið framboðið og fjölgað valkostum. Upplýsingar um námskeið er á heimasíðum félaganna: 

https://www.theiia.se/evenemang/

https://iia.no/kompetanse/

Í samstarfi við IIA í Evrópu þá stendur til boða að taka COSO ERM og COSO IC certificate, en það er IIA í Frakklandi sem heldur utan um þann viðburð. Nánari upplýsingar koma fljótlega. Ef þið hafið áhuga á að taka COSO ERM fyrir áramót þá er nú þegar orðið fullt en okkur stendur til boða að halda slíkt námskeið 14. til 18. desember ef við náum að lágmarki 6 þátttakendum. Ef það er áhugi endilega sendið á fie@fie.is.

Þessi námskeið eru þau sömu og IIA Global stendur fyrir. Smelltu á tengilinn til að skoða ítarlegri lýsingu á námskeiðinu https://fie.is/wp-content/uploads/2020/10/1-Product-sheet.pdf.

Alþjóðlega ráðstefna IIA verður haldin á netinu þann 2. til 4. nóvember og þar er hægt sækja sé 18 CPE endurmenntunareiningar á mun hagstæðara verði en hefur verið hingað til. Sjá nánar: https://ic.globaliia.org/Pages/2020.aspx.

Fræðsluáætlun FIE 2020-2021

Kæru félagsmenn,

Nú er átjánda starfsár félagsins að hefjast og hefur fræðslunefnd félagsins sett saman fræðsluáætlun fyrir veturinn með fjölbreyttu fræðsluefni fyrir félagsmenn. Uppsetning áætlunarinnar tók mið af fræðslukönnun sem gerð var meðal félagsmanna síðastliðið sumar.

Fræðsluáætlunin er með fremur óhefðbundnu sniði þetta starfsár og höfum við breytt um áherslur þannig að í stað hefðbundinna morgunverðarfunda höfum við sett á fræðslufundi sem eru skipulagðir á netinu í gegnum Teams.

Fyrsti fundur verður haldinn föstudaginn 25. september. Í fyrra erindi fundarins verður fjallað um gervigreind, sjálfvirknivæðingu og innri endurskoðun. Seinna erindið fjallar um innleiðingu á Evrópureglum um endurskoðun og endurskoðendur, sem tóku gildi 1. janúar 2020.

Haustráðstefnan verður haldin 15. - 16. október, og mun skiptast í tvo hálfa daga. Fyrir hádegi fyrri daginn og eftir hádegi seinni daginn.

Ítarlegri upplýsingar um viðburðina verða síðan auglýstir á Facebook síðu félagsins (https://www.facebook.com/FelagUmInnriendurskodun) og heimasíðu félagsins (https://fie.is/).

Skráning verður eins og áður með tölvupósti á fie@fie.is.

FRÆÐSLUÁÆTLUN 2019-2020

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com