IIA Noregi heldur vefnámskeið þann 13. mars 2025
kl. 8:00 – 12:00 (9:00 - 13:00 að norskum tíma).

Vefnámskeið um gervigreind fyrir innri endurskoðendur sem vilja auka núverandi þekkingu sína við notkun skapandi gervigreindar við framkvæmd innri endurskoðunar. Farið verður yfir mótun gervigreindarstefnu fyrir innri endurskoðun, eiginleika AI-líkana, þjálfun (e. prompting) og AI lausnir.

Fyrirlesari: Stephen Foster
Meira um Stephen Foster
Stephen Foster á LinkedIn

Efnistök framhaldsnámskeiðs

  • Einkenni lykilþátta skilvirkrar gervigreindarstefnu fyrir innri endurskoðun
  • Sértæk notkunartilvik fyrir skapandi gervigreind og tengda tækni í tengslum við innri endurskoðun
  • Smíði á gervigreindar-smálíkani (GPT), ásamt leiðbeiningum til að hámarka svörun
  • Umræða um mögulega framtíðarþróun gervigreindar

Verð: 30.000 kr. fyrir félagsmenn FIE og FLE
40.000 kr. fyrir aðra

Endurmenntunareiningar: 4 CPE

Skráning opin dagana 21. - 27. febrúar 2025 í gegnum skráningarsíðu FIE.

Nánari upplýsingar um námskeiðið á vefsíðu IIA Noregi.

Næstu viðburðir

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com