Vefnámskeið á ensku á vegum IIA Noregi
Fer fram þann 18. nóvember 2024
kl. 8:00 - 15:30 (9:00 - 16:30 að norskum tíma).
Fyrirlesari: James C. Paterson
Um námskeiðið
Nýir alheimsstaðlar um innri endurskoðun krefjast þess að innri endurskoðendur innleiði ferli fyrir rótargreiningu (e. RCA) sem hluta af skjalfestri endurskoðunaraðferð. Einnig að fram fari skýrslugjöf um slíkar starfsvenjur og undirrót vandamála til stjórnar/endurskoðunarnefndar og æðstu stjórnenda.
Þetta námskeið er eins dags kynning á RCA og samantekt á grundvallaratriðum RCA:
- a) Munurinn á milli tafarlausra, afleiddra og rótar orsakavalda
- b) Hvers vegna það getur ekki verið til neitt sem heitir ein undirrót
- c) Hvernig á að takast á við spurninguna um sök (með því að nota Just Culture framework).
Verð: 50.000 fyrir félagsmenn FIE og FLE
60.000 fyrir aðra
Endurmenntunareiningar: 7 CPE
Skráning opin dagana 1. - 7. nóv. í gegnum skráningarsíðu FIE.
Nánari upplýsingar um námskeiðið á vefsíðu IIA Noregi.