Endurskoðun sjálfbærniþátta á vegum IIA Noregi
Námskeið um hvar skuli byrja þegar staðfestingar á skilvirkni stjórnahátta, félagslegra þátta og umhverfisþátta er óskað. Helstu hagsmunaaðilar innri endurskoðunar krefjast þess að skýrslugjöf gefi innsýn í málefnin og innihaldi ákveðið forspárgildi um hvert stefnir. Námskeiðið fjallar um hvernig hægt er að veita faglega staðfestingu á þessum mikilvægu viðfangsefnum og gefa stjórn þá innsýn sem þörf er á. Farið er yfir hvernig innri endurskoðun getur hjálpað til við að tengja saman punktana og teikna upp heildræna mynd sjálfbærniáhættu sem staðið er frammi fyrir og draga fram hvað þurfi að gera til að langtímamarkmið í rekstri nái fram að ganga á sama tíma og sjálfbærniáhætta er meðhöndluð á fullnægjandi hátt.
Efnistök námskeiðs
Umhverfismál
Yfirferð á mikilvægum þáttum umhverfismála, svo sem:
- Loftlagsbreytingar
- Úrgangur og mengun
- Eyðing auðlinda
- Losun gróðurhúsalofttegunda
- Eyðing skóga
Félagslegir þættir
Yfirferð á mikilvægum félagslegum þáttum, svo sem:
- Helgun og þátttaka starfsfólks
- Samskipti starfsfólks og fjölbreytileiki
- Vinnuaðstaða
- Nærsamfélagið
- Heilsa, öryggi og vellíðan
Stjórnarhættir
Yfirferð á mikilvægum þáttum stjórnarhátta, svo sem:
- Helstu áskoranir í stjórnskipulagi
- Uppbygging stjórnar og fjölbreytni meðlima hennar
- Þóknun og starfskjör stjórnenda
- Svik, mútur og spilling
Hugað verður að markmiðum og áskorunum / undirliggjandi áhættum við að ná þeim, bæði ógnunum og tækifærum og staðfestingarþörf stjórnar á hverju þessara sviða. Námskeiðið inniheldur fyrirlestur leiðbeinanda, hagnýt dæmi og umræður, auk sértækra æfinga til að styrkja þátttakendur í að ná tölum á viðfangsefninu og byggja á núverandi þekkingu.
Námskeiðið fer fram í gegnum fjarfundarbúnað þann 4. nóvember 2024
kl. 8:00 - 15:00 (9:00 - 16:00 að norskum tíma).
Fyrirlesari: John Chesshire (CFIIA, QIAL, CRMA, CIA, CISA)
Verð: 50.000 ISK fyrir félagsmenn FIE og FLE
60.000 ISK fyrir aðra
Endurmenntunareiningar: 7 CPE
Skráning opin dagana 16. - 30. okt. í gegnum skráningarsíðu FIE.
Nánari upplýsingar um námskeiðið á vefsíðu IIA Noregi.