Morgunverðarfundur FIE á Hótel Reykjavík Natura þann 22. maí 2025
Dagskrá morgunverðarfundar:
Innri endurskoðun, fyrstu skrefin. Björg Ýr Jóhannsdóttir, sérfræðingur í innri endurskoðun Íslandsbanka, fer yfir praktísk atriði sem miðast við fólk sem nýlega hefur hafið störf sem innri endurskoðandi.
Efst á baugi í innri endurskoðun á sjálfbærni. Margrét Helga Guðmundsdóttir, verkefnastjóri í sjálfbærniráðgjöf Deloitte, fer yfir nýlegar breytingar regluverks á sviði sjálfbærni.
Íslenskunotkun innri endurskoðenda. Þorkell Guðmundsson, sérfræðingur í innri endurskoðun Kviku banka, fer yfir mikilvægi metnaðar í íslensku ritmáli og að hafa gaman af því að nota okkar fallega tungumál.
Hótel Reykjavík Natura, Nauthólsvegur 52 , 101 Reykjavík Fimmtudaginn 22. maí 2025 Kl. 8:15 - 10:00 CPE: 2
IIA Svíþjóð heldur vefnámskeiðið 'Critical thinking' þann 10. júní 2025.
IIA Svíþjóð endurtekur vinsælt námskeið með Söru I. James um gagnrýna hugsun. Oft komast færri að en vilja!
Í dag er gagnrýnin hugsun ein mikilvægasta færni sem innri endurskoðendur þurfa að hafa. Hagnýtt námskeið sem nýtist jafnt innri endurskoðendum, sem og sérfræðingum í áhættustýringu og regluvörslu.
Efnistök námskeiðs
Þátttakendur læra að meta hlutverk gagnrýninnar hugsunar við framkvæmd innri endurskoðunar og á öðrum sviðum staðfestingarvinnu. Gagnrýnin hugsun hjálpar til við að meta gildi gagna til stuðnings niðurstöðu, beita faglegri tortryggni og prófa kenningar til að ná fram traustari og gagnlegri upplýsingum. Um er að ræða gagnvirkt námskeið þar sem notaðar eru dæmisögur og verklegar æfingar til að efla þekkingu og sjálfstraust þátttakenda við að nota þessa færni í störfum sínum.
Að loknu námskeiði munu þátttakendur geta veitt betri áhættumiðaða endurskoðunarþjónustu og ráðgjafaþjónustu með því að:
Geta greint, safnað og metið nægilegar og áreiðanlegar upplýsingar;
Koma á framfæri sönnunargögnum og rökstuðningi sem leiða til niðurstaðna endurskoðunar; og
Aðstoða skipulagsheildina við að bæta eftirlitsþætti byggða á þessum niðurstöðum.
1. Gagnrýnin hugsun: hvað er það?
Skilgreiningar
Hefðir
Tegundir rökhugsunar
Hindranir við rökhugsun
2. Hvernig getum við beitt gagnrýninni hugsun á öllum stigum verkefnis?
Skipulag og umfang
Prófanir, þar á meðal mat á eigindlegum og megindlegum gögnum
Greina frávik og miðla alvarleikastigi
3. Gagnrýnin hugsun og fyrirtækjamenning
Skipulagsheild og önnur menningarleg áhrif á tegundir rökhugsunar
Að bera kennsl á og yfirstíga menningarlegar hindranir
4. Að orða niðurstöður gagnrýninnar hugsunar
Að skilja forsendur og nálgun annarra
5. Að miðla niðurstöðum greiningar á hlutlægan hátt
Fyrirlesari: Sara I. James
Með meira en 30 ára reynslu af kennslu, ritun, útgáfustarfsemi og skipulagsheildum í Bandaríkjunum og Evrópu veitir Sara þjálfun í skýrslugerð um allan heim í gegnum fyrirtæki sitt, Getting Words to Work ®. Hún hefur skrifað fjölda greina um tungumál og skýrslugerð og verið fyrirlesari á alþjóðlegum ráðstefnum.
Dagsetning og tími
10. júní, 2025
07:00 - 11:00
Staðsetning
Vefnámskeið, í gegnum Zoom
Hlekkur verður sendur nokkrum dögum fyrir námskeiðið.
IIA Svíþjóð heldur vefnámskeið dagana 14. - 15. maí 2025 um endurskoðun upplýsingakerfa (grunnur), kl. 7:00 - 15:00 (9:00 - 17:00 að sænskum tíma) báða dagana.
Þetta námskeið er kjörið tækifæri fyrir innri endurskoðendur sem eru að taka sín fyrstu skref í endurskoðun upplýsingakerfa. Námskeiðið er í samræmi við nýja Heimsstaðla um innri endurskoðun og bestu starfsvenjur hverju sinni. Námskeiðið er öllum opið en gert er ráð fyrir skilningi á hugtökum endurskoðunar og áhættumiðuðu endurskoðunarferli.
Fyrirlesari: Stan Dormer, á vegum Mindgrove Ltd.
Efnistök námskeiðs
Áhætta í landslagi upplýsingatækni
Endurskoðun kerfa í rekstri með áhættumiðaðri nálgun
Endurskoðun nýrra kerfa og breytinga á kerfum
Endurskoðun skráarstillinga og breytingastjórnunar
Raunlægt öryggi upplýsingatæknibúnaðar
Öryggisstillingar kerfa
Viðbúnaðar- og viðbragðsáætlanir
ISO 27031
Einföld nethögun og hugtök tengd netöryggi
Verð: 140.000 kr. fyrir félagsmenn FIE og FLE 150.000 kr. fyrir aðra
IIA Noregi heldur vefnámskeið þann 10. júní 2025 um áhættumiðaða endurskoðunaráætlun í takt við nýja heimsstaðla um innri endurskoðun kl. 7:00 - 14:30 (9:00 - 16:30 að norskum tíma).
Námskeið í gerð áhættumiðaðrar endurskoðunaráætlunar með hliðsjón af kröfum nýrra heimsstaðla um innri endurskoðun. Áhættulandslagið er síbreytilegt og áætlun innri endurskoðunar þarf að taka mið af því og á sama tíma styðja við markmið skipulagsheildarinnar og skila virðisaukandi áliti og niðurstöðum sem skipta máli fyrir reksturinn.
Fyrirlesari: James C. Paterson, reynslumikill fyrirlesari og fyrrverandi yfirmaður innri endurskoðunar (e. CAE) James Paterson á LinkedIn
Efnistök námskeiðs
Hönnun á "top-down" endurskoðunaráætlun sem samræmist viðskiptastefnu skipulagsheildar
Mótun áhrifaríkra spurninga sem hjálpa til við mótun verkefna fyrir áætlunina
Samþætting við aðra staðfestingar- og eftirlitseiningar til að ná fram heildrænni umfjöllun
Kynning endurskoðunaráætlunar sem vekur athygli og tryggir nægjanlegar auðlindir til framkvæmdar
Samræming væntinga yfirstjórnar og endurskoðunarnefndar
Aðferðir við skilgreiningu umfangs verkefna og stig fullvissu úttektar
Uppbygging sterkra tengsla við hagsmunaaðila
Verð: 45.000 kr. fyrir félagsmenn FIE og FLE 55.000 kr. fyrir aðra
IIA Noregi heldur vefnámskeið þann 3. júní 2025 um áhættuskor athugasemda og niðurstöður úttekta kl. 7:00 - 14:30 (9:00 - 16:30 að norskum tíma).
Starfshættir innri endurskoðunar eru í stöðugri þróun. Endurskoðunarálit er þar engin undantekning. Niðurstöður úttekta innri endurskoðunar eru notaðar af stjórnum og jafnvel eftirlitsaðilum sem treysta á þær við ákvarðanatöku. Áhættuskor athugasemda og niðurstöður úttekta þurfa því að endurspegla blæbrigði mismunandi áhættuflokka og áhættumenningar í starfsemi sem er til skoðunar.
Fyrirlesari: James C. Paterson James C. Paterson á LinkedIn
Efnistök námskeiðs
Framsetning áhættuskors athugasemda
Framsetning endurskoðunarálits sem stenst kröfur lagalegrar umgjarðar
Framsetning niðurstaðna þvert á ferla /deildir
Framsetning á nýjum áhættuþáttum sem tengjast rekstrarþoli og netöryggi
Yfirferð á sjálfbærniþáttum (ESG)
Nýting fjölbreyttra gagna til stuðnings niðurstöðum umfram hefðbundna endurskoðunarvinnu
Miðlun takmarkana án þess að draga úr mikilvægi og áhrifum
Verð: 45.000 kr. fyrir félagsmenn FIE og FLE 55.000 kr. fyrir aðra
IIA Noregi heldur vefnámskeið þann 29. apríl 2025 um áhættugreiningu (RCSA) kl. 7:00 - 10:00 (9:00 - 12:00 að norskum tíma).
Vinnustofa sem veitir hagnýtar leiðbeiningar um framkvæmd áhættugreiningar (e. Risk and Control Self Assessment), sem er eitt meginverkfærið í umgjörð heildrænnar áhættustýringar.
Námskeiðið byggir á bók fyrirlesara: Operational Risk Management in Financial Services.
Fyrirlesari: Elena Pykhova Elena Pykhova á LinkedIn
Efnistök námskeiðs
Áhættugreining og hlutverk þess í umgjörð áhættustýringar
Hvers vegna áhættugreining skilar ekki ætluðu virði
Skref 1: Rétt nálgun og aðferðarfræði
Skref 2: Áhættur - að forðast dreifingu, mengun og óhrein gögn
Skref 3: Stýringar - þetta snýst allt um að byggja brýr og prófa hitastigið
Að vekja áhuga haghafa (3 blaðsíðna skýrsla)
Árangursmælingar: hvað virkar og hvað ekki?
Umræður meðal þátttakenda og reynslusögur
Samantekt: niðurstöður og lykilatriði
Gerum gæfumuninn: næstu skref og einstaklingsmiðaðar aðgerðaáætlanir
Verð: 30.000 kr. fyrir félagsmenn FIE og FLE 40.000 kr. fyrir aðra