Vefnámskeið á vegum IIA Noregi: Kynning á gervigreind fyrir innri endurskoðendur

IIA Noregi heldur vefnámskeið á Teams
þann 4. desember 2024
kl. 8:00 – 15:00 (9:00 - 16:00 að norskum tíma)

Vefnámskeið sniðið að innri endurskoðendum sem vilja kynna sér notkun skapandi gervigreindar við störf í innri endurskoðun. Farið verður yfir faglegar áskoranir, algeng mistök og hugsanlegan ávinning af notkun gervigreindar og hvernig megi þróa gervigreindarstefnu og útbúa gervigreindarlíkön með ChatGPT, Google Gemini og Microsoft Co-Pilot.

Fyrirlesari: Stephen Foster
Meira um Stephen Foster
Stephen Foster á LinkedIn

Efnistök námskeiðs

  • Hvað er gervigreind og hvers vegna núna?
  • Skapandi gervigreind í tæknilandslagi innri endurskoðunar
  • Skapandi gervigreind: Möguleikar og takmarkanir
  • Samspil gervigreindar og innri endurskoðunar
  • Notkun skapandi gervigreindar í innri endurskoðun til að auka áhrif og framleiðni
  • Ítarleg skoðun á sérstökum notkunartilvikum gervigreindar og niðurstöðum þeirra

Verð: 50.000 kr. fyrir félagsmenn FIE og FLE
60.000 kr. fyrir aðra

Endurmenntunareiningar: 7 CPE

Skráning opin dagana 2. - 7. október 2024 í gegnum skráningarsíðu FIE.

Nánari upplýsingar um námskeiðið á vefsíðu IIA Noregi.

Næstu viðburðir

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com