Vefnámskeið á vegum IIA Noregi: Undirbúningur fyrir ytra gæðamat
IIA Noregi heldur vefnámskeið á Zoom
þann 21. október 2024
kl. 7:00 – 14:30 (9:00 - 16:30 að norskum tíma)
Vinnustofa um undirbúning fyrir ytra gæðamat (e. EQA) með áherslu á fylgni við nýja heimsstaðla um innri endurskoðun. Vel heppnaður undirbúningur fyrir ytra gæðamat getur stuðlað að auknum afköstum og árangri hjá innri endurskoðunarteyminu. Farið verður yfir raunveruleg dæmi um ytra gæðamat sem hægt er að nýta til að byggja upp traust á milli lykilþátttakenda í matinu í stað þess að grafa undan því.
Að loknu námskeiði munu þátttakendur:
- skilja hvernig ferli ytra gæðamats virkar
- geta valið staðfestingaraðila fyrir ytra gæðamat og vita hvað ber að varast
- vita um algengustu athugasemdir sem fram koma í ytra gæðamati og vita af nýjum atriðum sem líklegt er að verði áskorun í ljósi nýrra heimsstaðla
- skilja góða starfshætti í kringum stöðuga gæða- og umbótavinnu (e. QAIP) og hvernig á að nýta hana til að fá viðurkenningu á starfi innri endurskoðunardeildarinnar
- geta metið stöðu eigin innri endurskoðunarteymis og skilgreint forgangsverkefni til frekari umbóta í starfi
Fyrirlesari: James C. Paterson
James á LinkedIn
James er félagsmönnum FIE að góðu kunnur. Hann er fyrrverandi yfirmaður endurskoðunardeildar hjá AstraZeneca PLC og hefur starfað við ráðgjöf og þjálfun undanfarin 10 ár fyrir IIA í Belgíu, Finnlandi, Lúxemborg, Hollandi, Noregi, Sviss og Bretlandi.
Hann er höfundur bókanna „Lean Auditing“ og "Beyond the Five Whys" og hefur talað á þremur alþjóðaráðstefnum IIA og einnig ráðstefnu ECIIA. Hann var einnig þátttakandi í teymi á vegum IIA sem vann að þróun starfsleiðbeininga fyrir innri endurskoðunaráætlanir.
Verð: 50.000 fyrir félagsmenn FIE og FLE
60.000 fyrir aðra
Endurmenntunareiningar: 7 CPE
Skráning opin dagana 7. - 16. okt. '24 í gegnum skráningarsíðu FIE. UPPSELT
Nánari upplýsingar um námskeiðið á vefsíðu IIA Noregi.