Category: 2012

Hraustráðstefna FIE 2012

Haustráðstefna FIE verður haldin dagana 4. og 5. október n.k. á Grand Hótel Reykjavík. Yfirskrift ráðstefnunnar verður: Stjórnun sviksemis– og misferlisáhættu. (e. Managing the risk of fraud and corruption). Fyrirlesari verður Nigel Iyer (BSc, MA, ACA). Nigel er meðeigandi hjá Septia Group og kennari við University of Leicester School of Management. Skráning er hafin á fie@fie.is   Ráðstefnan veitir 16 endurmenntunareiningar (CPE). 

Félagsmaður nær CIA gráðunni.

Þau ánægjulegu tíðindi voru að berast félaginu að Viðar Kárason hafi náð CIA gráðunni.  Hann er 14. íslendingurinn sem nær gráðunni.  Viðar starfar hjá innri endurskoðun Íslandsbanka.  Félagið óskar Viðari innilega til hamingju með þennan stóra áfanga.

Fundarboð – Aðalfundur Félags um innri endurskoðun 24. maí kl. 15

Aðalfundur Félags um innri endurskoðun verður haldinn fimmtudaginn 24. maí 2011 kl. 15:00. Fundarstaður er Grand Hótel Reykjavík. Dagskrá samkvæmt samþykktum félagsins: 1.        Skýrsla um störf félagsins á liðnu ári 2.        Reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar 3.        Breytingar á samþykktum – engar tillögur lagðar fram 4.        Kosning

Fræðslufundur FIE þriðjudaginn 15. maí 2012 á Grand Hótel

Erum við dúfur, uglur, svanir eða páfuglar í landi mörgæsa? Eða bara flottir og faglegir innri endurskoðendur sem vilja ná meiri árangri og ánægju í leik og starfi? Á þessum fundi ætlum við að skoða okkur sjálf, hvernig við nálgumst verkefni okkar, samskipti við samstarfsfólk o.fl. í alveg nýju ljósi. Með því að skoða okkur sjálf og fólkið í kringum

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com