Alþjóðlegir staðlar um innri endurskoðun fáanlegir á íslensku

Félag um innri endurskoðun var stofnað árið 2003 og er faglegur samstarfsvettvangur þeirra sem starfa við innri endurskoðun og skyld störf á Íslandi. Félagið er aðili að alþjóðasamtökum innri endurskoðenda, The Institute of Internal Auditors.

Alþjóðasamtök innri endurskoðenda (IIA) hafa um árabil þróað og gefið út margs konar leiðbeiningar og fræðsluefni varðandi faglega framkvæmd innri endurskoðunar. Hornsteinn þessa efnis eru skilgreining á innri endurskoðun, alþjóðlegir staðlar um innri endurskoðun og siðareglur innri endurskoðenda. Fjármálaeftirlitið hefur í leiðbeinandi tilmælum sínum vísað til staðlanna varðandi góða framkvæmd við innri endurskoðun, líkt og Basel-nefndin um bankaeftirlit gerir í sínum tilmælum varðandi framkvæmd innri endurskoðunar.

Félag um innri endurskoðun hefur staðið fyrir þýðingu alþjóðlegu staðlanna, skilgreiningarinnar og siðareglum innri endurskoðenda. Með útkomu þýðingarinnar eykst notagildi staðlanna hér á landi, þar sem auðveldara verður fyrir marga félagsmenn að kynna sér þá á íslensku og vitna til þeirra í ræðu og riti. Íslenska þýðingin er aðgengileg hérna á vefsíðu félagins www.fie.is og á vefsíðu alþjóðasamtakanna www.global.theiia.org.

Alþjóðaráðstefna IIA 2013

Vert er að vekja athygli félagsmanna á alþjóðaráðstefnu IIA sem haldin verður daganna 14-17 júlí n.k. í Orlando, Florída í Bandaríkjunum. Alþjóðaráðstefna IIA er stærsti viðburður samtakana ár hvert.  Nánari upplýsingar um ráðstefnuna má finna á heimasíðu hennar.

Morgunverðarfundur 23. maí

Síðasti morgunverðarfundur fræðslunefndar FIE þetta starfsárið verður haldinn fimmtudaginn 23. maí á Grand Hótel Reykjavík í Háteigi A á 4. hæð. Að þessu sinni fáum við til okkar Kjetil Kristensen yfirmann frá Ernst & Young í Noregi en umfjöllunarefni hans er um strauma og stefnur í innri endurskoðun undir yfirskriftinni "The future of internal audit is now". Einnig mun Ágúst Hrafnkelsson, innri endurskoðandi Íslandsbanka og formaður alþjóðanefndar FIE, kynna fyrir okkur íslenska þýðingu á stöðlum og siðareglum IIA en þeir koma út nú í maí mánuði.

Fundurinn hefst kl. 8:30 en morgunverður verður í boði frá kl. 8:00. Vinsamlegast skráið þátttöku á fie@fie.is í síðasta lagi 21. maí. Fundargjald er 2.500 kr.

Fundarboð – Aðalfundur Félags um innri endurskoðun 29. maí kl. 08:30

Aðalfundur Félags um innri endurskoðun verður haldinn miðvikudaginn 29. maí 2013 kl. 08:30. Fundarstaður er Hótel Reykjavík Natura.

Dagskrá samkvæmt samþykktum félagsins:

1.        Skýrsla um störf félagsins á liðnu ári

2.        Reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar

3.        Breytingar á samþykktum – engar tillögur lagðar fram

4.        Kosning stjórnar

5.        Kosning formanna nefnda

6.        Kosning endurskoðanda annað hvert ár

7.        Ákvörðun félagsgjalds

8.        Önnur mál

Stjórn félagsins hvetur alla félagsmenn til að mæta á fundinn og taka virkan þátt í störfum félagsins.

Reykjavík, 10. maí 2013

Stjórn Félags um innri endurskoðun

Næstu viðburðir

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com