IIA leitar eftir ábendingum varðandi breytingar á stöðlum(IPPF)

Á heimasíðu IIA kemur fram að :

" The IIA has released an exposure draft outlining proposed enhancements to the International Professional Practices Framework (IPPF). The last significant changes to the IPPF, known to some practitioners as “the Red Book,” were in 2007.

While the current IPPF has served the profession well, global marketplace factors, including legislative, regulatory, and market demands for improved governance, risk management, and internal control, have elevated the expectations of, and demands placed on, internal audit practitioners. In certain regions and in certain industries, additional regulatory-influenced internal audit requirements have been promulgated. In some cases, these influences attempt to fill perceived gaps in the content of the IPPF.

Further, chief audit executives or heads of internal audit as well as internal auditor practitioners continue to seek high quality “leading practice” guidance and insights delivered in a shorter timeframe than existing IPPF processes typically provide. As a result, The IIA established a task force to evaluate the IPPF and propose necessary changes, enhancements, or updates.

A comprehensive explanation of all proposed enhancements can be found in the exposure document. The IIA seeks input on these proposed IPPF enhancements."

Þess er samsagt óskað að meðlimir aðildarfélaga IIA leggji höfuðið í bleyti og sendi inn tillögur að breytingum á stöðlum. Alþjóðanefnd FIE sér um staðlanna og formaður alþjóðanefndar er Ástráður Karl Guðmundsson. Þeir sem vilja senda inn tillögur er bent á að hafa samband við hann sem og þeir sem vilja taka þátt í starfi alþjóðanefndar. Ástráður er Innri endurskoðandi hjá Tollstjóranum í Reykjavík og tölvupóstfang hans er : Astradur.Karl.gudmundsson@tollur.is

Breytingar á heimasíðu

Þegar hafa verið gerðar nokkar breytingar á heimasíðu og fleiri eru framundan. Í fyrsta lagi þá hafa allir styrkaraðilar verið færðir undir styrktarlínur en þeir voru bæði undir þeim lið og í fæti heimasíðu áður.

Eins og komið hefur fram þá hafa alþjóðlegu staðlarnir um innri endurskoðun (IPPF staðlar) verið þýddir á íslensku. Þeir eru nú aðgengilegir undir lið "Fræðsla og fundir" í fellistiku vefsíðunnar.

Fleiri breytingar eru einnig áformaðar, það stendur til að breyta skráningu á lokaða svæðið þannig að notað verði nafn félagsmanns og svo númer en hingað til hefur IIA númerið verið notað. Svo virðist sem félagsmenn eigi mjög erfitt með að muna það þannig að talið var heppilegra að breyta þessu.

Það er einnig búið að setja upp kerfi sem mun getað sent hóppóst beint frá vefsíðunni en með þeim hætti er hægt að tengja viðburði og fréttir betur við félagsmenn sem og þá sem vilja fylgjast með starfsemi FIE.

Ráðstefna ECIIA 2014 í Ungverjalandi

Hin árlega ráðstefna Evrópusamtaka landsfélaga hjá IIA verður haldin í Ungverjalandi á vegum IIA Hungary. Þeir sem hafa áhuga á að sækja þessa ráðstefnu ættu að skrá sig sem fyrst enda einungis tveir mánuðir til stefnu.

Dagskrá ráðstefnunnar er að finna hér : http://eciiaevent2014.iia.hu/

Einnig er rétt að benda á námskeið og réttindapróf sem er haldið eftir ráðstefnuna en það gefur réttindi sem : „Certified Quality Assessor / Validator“ . Þetta námskeið er haldið á vegum IIA í Ungverjalandi. Ítarlegri upplýsingar er að finna með því að senda tölvupóst á  : conference2014@iia.hu

Niðurfelld prófgjöld fyrir CRMA og CCSA próf

Í takmarkaðan tíma þá fellur IIA niður próftökugjöld fyrir bæði Certification in Risk Management Assurance® (CRMA®) og  Certification in Control Self-Assessment® (CCSA®) prófgráður.  Tilboð þetta gildir frá 1 til 30 júní og jafngildir því að fá 350$ (c.a 35.000 kr.) afslátt af próftökukostnaði.  CRMA prófið er hannað fyrir innri endurskoðendur og sérfræðinga í áhættugreiningu og það nýtist öllum þeim sem bera ábyrgð á áhættugreiningu og hafa reynslu af því að starfa við slíkt.

Þessi afsláttur á einungis við um prófgjöld IIA en ekki skráningu í sjálft prófið hjá PersonVUE eða námsefni til prófs.

Til að fá frekar upplýsingar smellið á  CRMA eða CCSA  og sækið um fyrir 30 Júní 2014.

Breytingar á samþykktum

Talsverðar breytingar urðu á lögum og samþykktum á síðasta aðalfundi.

Á aðalfundi félagsins þann 21 maí voru samþykktar nokkrar breytingar á lögum félagsins.  Fyrirhugaðar lagabreytingar voru kynntar í fundarboðum fyrir aðalfund en eru að mest leiti fallin til þess að einfalda ferli varðandi stjórn og undirnefndir sem og að færa starfssemi félagsins nær raunumhverfi sínu t.d að því að varðar þá sem geta gengið í félagið. Núna er í fyrsta skipti minnst á áhættustýringu, eftirlit og stjórnarhætti sem áhugasvið þeirra sem gætu gengið í félagið.

Hin nýsamþykktu lög félagsins má finna undir flipanum : "Um félagið" og "Samþykktir félagsins" eða með að smella hér.

Næstu viðburðir

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com